Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Auður Jónsdóttir rithöfundur: „Þetta var kannski ekki ást. Hann drakk mjög hressilega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Beitningarformaðurinn var Þorsteinn Arnberg Jónsson. Aldursmunurinn á honum og Auði var tæp 20 ár.

„Þetta var kannski ekki ást. Hann drakk mjög hressilega. Og ég var meðvirkur unglingur.“ Hún var þó þarna orðin rúmlega tvítug. „En það var skemmtilegra að hanga með honum en í verbúðinni. Hann var líka rosa flinkur teiknari. Allt í einu var ég farin að gista frekar hjá honum en í verbúðinni. Svo vantaði okkur einu sinni pening þannig að ég stakk upp á því að við myndum gifta okkur því þá myndu allir gefa okkur sígarettur og kaffi; þetta var morgunn sem við vöknuðum rosa blönk. Svo ég hringdi í Ólaf, sýslumann á Ísafirði, og spurði hvort hann gæti gift mig. Hann spurði hvenær ég vildi gifta mig. Ég sagðist vilja gera það þann daginn. Þetta var af því að mig vantaði svo pening; ef ég myndi tilkynna fólki að ég væri að gifta mig þá myndu allir gefa mér eitthvað og gera eitthvað fyrir mig,“ segir Auður Jónsdóttir rithöfundur í forsíðuviðtali Mannlífs.

 

Hún átti gamlan, svartan kjól sem hún fór í og vinur þeirra keyrði brúðhjónin tilvonandi til Ísafjarðar og lentu þau í mikilli þoku á leiðinni. „Svo komum við til Ísafjarðar og þar var Ólafur. Ég man að athöfnin var rosa lengi að byrja af því að brúðguminn vissi ekki hvort hann væri að borga til háskólans eða í ásatrúarsöfnuð.“

Svo voru Auður Jónsdóttir og Þorsteinn Arnberg Jónsson orðin hjón.

Lesa meira hér

- Auglýsing -

Hér er hægt að horfa á viðtalið

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -