Laugardagur 4. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Auglýsing með stórstjörnunni Gal Godot kvikmynduð á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska framleiðslufyrirtækið Hero Productions hafði umsjón með tökum á nýrri auglýsingaherferð með einni skærustu stjörnu Hollywood.

Búi Baldvinsson er eigandi framleiðslufyrirtækisins Hero Productions sem hefur á skömmum tíma unnið með fjölda stórra fyrirtækja, Samsung, Huawei, Nissan, Mercedes Benz, Prince EA, Tineshe, Swedish House Mafia, Aerie, Fabletics, Warner Brothers, Netflix, BBC, National Geographic, Arla, Canon og fleirum.

„Þegar svona stór stjarna er orðin hluti af verkefninu þá er það auðvitað ákveðin staðfesting á því maður sé á réttri leið. Það er því ekki annað hægt en að fyllast stolti,“ segir Búi Baldvinsson eigandi framleiðslufyrirtækisins Hero Productions, sem hafði umsjón með tökum á nýrri auglýsingu fyrir stóran, ónefndan símaframleiðanda fyrr í mánuðinum, en það er engin önnur en kvikmyndaleikkonan Gal Gadot sem fer með aðalhlutverkið.

Gal Godot er rísandi Hollywood-stjarna eftir leik sinni í DC kvikmyndunum Batman vs. Superman, Justice League og Wonder Woman, en sú síðastnefnda var ein af tekjuhæstu kvikmyndum síðasta árs. Í auglýsingunni ferðast Gadot um Ísland og dregur í leiðinni upp farsímann sinn sem framkallar töfrandi ævintýraheim Íslands. Auglýsingunni er leikstýrt af ísraelska leikstjóranum Eli Sverdlov og skotin af Emmanuel Kadosh en Hero Productions hafði umsjón með tökum á Íslandi.

„Þegar svona stór stjarna er orðin hluti af verkefninu þá er það auðvitað ákveðin staðfesting á því maður sé á réttri leið. Það er því ekki annað hægt en að fyllast stolti,“

„Við kvikmynduðum meðal annars við Hjörleifshöfða og Skógarfoss, á Stokksnesi og Höfn í Hornafirði, í íshelli og í Reynisfjöru þannig að þetta var heilmikið púsl,“ lýsir Búi og viðurkennir að á ýmsu hafi gengið meðan á tökum stóð. „Það var algjört vonskuveður á öllu Suðurlandi. Á meðan við vorum á Stokksnesi geisaði til dæmis stormur sinn hvoru megin við fjallið. En veðurguðirnir voru okkur einstaklega hliðhollir því það var algjört logn akkúrat á svæðinu þar sem við vorum við tökur.“ Miðað við aðstæður hafi hlutirnir gengið eins og í sögu og bæði tökulið og heimamenn lagst á eitt að um að láta allt ganga upp.

En hvernig kom til að Hero Productions fékk þetta verkefni? „Við unnum með leikstjóranum og tökumanninum við gerð auglýsingar fyrir erlenda arkitektastofu sem varkvikmynduð upp við Jökulsárlón veturinn 2016. Þeir urðu þá báðir alveg yfir sig hrifnir af því hvernig við gátum unnið við erfiðar aðstæður og fannst því bara engir aðrir koma til greina þegar kom að því að gera þessa auglýsingu.“

Spurður hvenær standi svo til að frumsýna segir Búi tökur nú standa yfir með Gadot í Los Angeles og þeim verði haldið áfram í Þýskalandi. „Auglýsingin ætti svo að fara í loftið í byrjun sumars,“ svarar hann hress.

Texti / Roald Eyvindsson
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -