Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Aug­lýs­inga­stof­an Pip­ar/​TBWA kærir Rík­is­kaup – Vilja fá verkefnið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aug­lýs­inga­stof­an Pip­ar/​TBWA hef­ur kært Rík­is­kaup til kær­u­nefnd­ar útboðsmá­la vegna ráðningar alþjóðlegu auglýsingastofunnar M&C Saatchi við gerð markaðsherferðinnar Ísland – Saman í sókn. Mbl greinir frá.

Þar segir að í kærunni komi fram að Pip­ar/​TBWA telji að brotið hafi verið gegn lög­um um op­in­ber inn­kaup með kaupum á þjónustu M&C Sa­atchi. Þá segir einnig að Pip­ar/​TBWA fari fram á að fyr­ir­huguð samn­ings­gerð við M&C Sa­atchi verði stöðvuð og að gengið verði til samn­inga við Pip­ar/​TBWA.

Pipar í öðru sæti

Þegar ljóst var að M&C Saatchi myndi sjá um verkefnið sendi Ríkiskaup frá sér einkunnir þeirra stofa sem voru í þremur efstu sætunum, íslenskar stofur voru í öðru og þriðja sæti.

M&C Saatchi Ltd. með 87,17 af 100 punktum, 1. sæti
Pipar Media með 86,35 af 100 punktum, 2. sæti
Brandenburg með 77,38 af 100 punktum, 3. sæti

Forsvarsmenn Pip­ar/​TBWA lýstu yfir vonbrigðum með niðurstöðurnar og gagnrýndu að verkefnið færi til Bretlands.

- Auglýsing -

Þess má geta að Íslandsstofa sendi frá sér tilkynningu eftir að tilkynnt var um að auglýsingastofan M&C Saatchi hefði verið ráðin í verkefnið og var áréttað að í tillögu M&C Saatchi var tekið fram að auk þess sem stofan væri með innlendan samstarfsaðila væri gert ráð fyrir að öll þjónusta við framleiðslu og kostnaður vegna hennar verði hér á Íslandi.

Sjá einnig: Svara gagnrýni og segja meirihluta framleiðslunnar fara fram hér

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -