Jerel Haywood átti allra síst von á því að vera bitinn af snáki í þann mund er hann hringdi dyrabjöllunni hjá vini sínum. Atvikið óhugnanlega náðist á myndband.
Á myndbandinu sést hvar Jerel gengur inn á veröndina og opnar ytri hurðina. Í þann mund sem hann teygir sig í dyrabjöllunna ræðst snákurinn, sem hafði vafið sig utan um útiljósið fyrir ofan hurðina, til atlögu og bítur hann í ennið.
Í viðtali við CNN segist Jerel hafa verið í áfalli. Hann hafi ekki haft hugmynd um hverrar tegundar snákurinn væri og því hafi hann rokið á sjúkrahús til meðferðar. Blessunarlega var ekki um eitursnák að ræða og Jerel slapp því tiltölulega ómeiddur.
Það sama verður ekki sagt um snákinn því vinur Jerels hrifsaði snákinn af útiljósinu og barði hann til dauða.
Atvikið má sjá hér að neðan.