Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Auka 57 milljónir í styrki til myndlistarmanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Myndlistarsjóður hefur fengið auka 57 milljónir til að veita í styrki til sjálfstætt starfandi listamanna til að sporna gegn efnahagsáhrifum COVID-19 innan stéttarinnar. Fyrr á árinu hafði Myndlistasjóður úthlutað 23 milljónum í styrki til 65 verkefna.

Á laugardaginn var opnað fyrir umsóknir um styrki vegna verkefna á sviði myndlistar. Núna verða 500.000 kr. styrkir veittir. Skilyrði fyrir styrkveitingu eru m.a. að verkefnið hefjist eigi síðar en 1. september 2020 og verði lokið fyrir 1. apríl 2021 og að sýnt sé fram á gildi verkefnis og mikilvægi þess fyrir landsmenn.

Ljóst er að faraldurinn muni hafa áhrif á störf og tekjur myndlistarmanna og er markmið sjóðsins að lágmarka þau áhrif.

Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Samband íslenskra myndlistamanna gerði á dögunum kom í ljós að rúmlega 40% svarenda sögðust nú þegar hafa orðið fyrir tekjutapi vegna COVID-19.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -