Auknar líkur er á eldgosi í Grímsvötnum í ár segja sérfræðingar. Gosið gæti mögulega fylgt jökulhlaupi á svæðinu en mikið vatnsmagn og kvika hafa nú safnast í vötnin.
Í fyrra töldu sérfræðingar að gosið gæti í Grímsvötnum en ekki varð úr því. Það þýðir aftur á móti að enn meira vatnar og kvika hafa safnast saman og því hafa líkurnar á gosi aukist frekar en ekki hefur mælst jafn mikið vatn þar í aldarfjórðung.
Vísir ræddi við Björn Oddsson, jarðeðlisfræðing og fagstjóra hjá almannavörnum, um hættuna á gosi í Grímsvötnum. Hann segir að því lengur sem líður án jökulhlaups því meiri líkur eru á eldgosi.
„Vegna þess að ef kvikuhólfið í Grímsvötnum safnar alltaf meiri kviku þá er komin meiri kvika á geyminn núna en í fyrra til dæmis. Hitt er svo að þrýstifallið ofan af kvikuhólfinu er meira ef við tökum meira vatn af því í einu heldur en minna. Þetta er eins og að hrista kókflösku og skrúfa svo tappann af.“