Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-12.2 C
Reykjavik

Auknar líkur á gosi í Grímsvötnum – „Eins og að hrista kók­flösku og taka tappann af“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Auknar líkur er á eldgosi í Grímsvötnum í ár segja sérfræðingar. Gosið gæti mögulega fylgt jökulhlaupi á svæðinu en mikið vatnsmagn og kvika hafa nú safnast í vötnin.

Í fyrra töldu sérfræðingar að gosið gæti í Grímsvötnum en ekki varð úr því. Það þýðir aftur á móti að enn meira vatnar og kvika hafa safnast saman og því hafa líkurnar á gosi aukist frekar en ekki hefur mælst jafn mikið vatn þar í aldarfjórðung.

Vísir ræddi við Björn Oddsson, jarðeðlisfræðing og fagstjóra hjá almannavörnum, um hættuna á gosi í Grímsvötnum. Hann segir að því lengur sem líður án jökulhlaups því meiri líkur eru á eldgosi.

„Vegna þess að ef kviku­hólfið í Gríms­vötnum safnar alltaf meiri kviku þá er komin meiri kvika á geyminn núna en í fyrra til dæmis. Hitt er svo að þrýsti­fallið ofan af kviku­hólfinu er meira ef við tökum meira vatn af því í einu heldur en minna. Þetta er eins og að hrista kók­flösku og skrúfa svo tappann af.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -