Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Austrið mætir vestrinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Undanfarin ár hefur verið mikil gróska í tískuiðnaði í Austurlöndum en fatahönnuðir í austrænum ríkjum þykja einkar lunknir við að tengja gamlar hefðir heimalanda sinna við nútímatískustrauma. Áhrifa frá þessum straumum er farið að gæta á Vesturlöndum og margt spennandi litið dagsins ljós þegar austrið mætir vestrinu í hönnunarheiminum.

Indversk dulúð
Indversk áhrif hafa lengi verið áberandi í breskri tískuhönnun og mynstruð sjöl og pasmínur verið hluti af línum margra hönnuða. Hinn indverski sarí og japanski kímonó eru einnig áberandi í kjólatískunni og varla sá fataskápur á Vesturlöndum sem ekki innheldur einn kímonó. Gullnar bryddingar og málmlituð mynstur má einnig rekja til Indlands. Meðal þeirra sem sótt hafa sér innblástur til Indlands eru Stella McCartney, John Galliano, Matthew Williamson, Jade Jagger og Gaultier.

Rina Dhaka er hins vegar indverskur hönnuður sem hefur reynt að vinna sér markað á Vesturlöndum og meðal þeirra sem hafa kosið að klæðast fötum frá henni eru Naomi Campbell og Tara Palmer-Tomkinson. Mynd af hönnun hennar má sjá her að ofan.

Sækir innblástur í menningararfinn
RenLi Su er kínverskur fatahönnuður sem undanfarin ár hefur verið búsett í London. Hún segist hafa heimsótt heimaland sitt nýlega til að minna sig á og skynja að nýju rætur sínar. Hún segir að það hafi orðið til þess að hún hafi af alvöru farið að velta fyrir sér menningarmuninum milli Bretlands og Kína, ekki hvað síst vegna þess að hún ólst upp í smábæ langt úti í sveit og umhverfið þar gerólíkt ys og þys stórborgarinnar. Bærinn er í Fujan-sýslu rétt við sjóinn en síbreytileiki hafsins hefur oft orðið henni uppspretta hugmynda. Hún lagði stund á málaralist og tískuhönnun í the Central Academy of Fine Arts í Bejing og hefur sífellt látið reyna á mörkin milli málverksins og fatahönnunar.

Upphaflega kom hún til London til að ljúka MA-gráðu í Fashion Design and Technology Womenswear frá London College of Fashion. Hún teiknar gjarnan sín mynstur sjálf og lætur handvinna efnin fyrir sig. Renli er líka heilluð af sögu tískunnar og leitar oft aftur á bak í tíma til Viktoríutímans og hinna skrautlegu hirða Loðvíkanna í Frakklandi. Fascinated by fashion history, her designs playfully probe the past and present.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -