Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Austurland utan þjónustusvæðis“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýlega kynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, vörumerkið Vörðu – Merkisstaði á Íslandi. Því er ætlað að mynda umgjörð um áfangastaðastjórnun ferðamannastaða á Íslandi.

„Varða er gæðavottorð sem ferðamannastaðir geta fengið að uppfylltum skilyrðum á borð við mikinn fjölda ferðamanna árið um kring. Að þeir lúti heildstæðri umsjón. Að skilvirkt samgöngukerfi og aðrir innviður séu nú þegar til staðar og svo mætti lengi telja,“ segir Einar A. Brynjólfsson fyrrum formaður þingflokks Pírata.

Í herlegheitin verður varið 700 milljónum króna á næstu þremur árum; vissulega gott og blessað – enda mikilvægt að vanda til verks þegar tekið er á móti ferðafólki.

En Einar er ekki sáttur og segir að „það kemur svo upp úr dúrnum að einungis Gullfoss, Geysir, Þingvallaþjóðgarður og Jökulsárlón hafa fengið þessa viðurkenningu – enn sem komið er: Sem sagt þeir staðir sem nú þegar eru fjölsóttastir hér á landi og þurfa tæplega meiri kynningar við.“

Hann heldur áfram.

„Þau eru mörg handtökin vegna álags á náttúruperlur á Suður- og Suðvesturlandi. sem er fyrirsjáanlegt þegar ferðamenn fara að venja komur sína í meira mæli hingað þegar veirufárinu slotar. Sú spurning vaknar hvort ekki sé snjallt að nota tækifærið til að jafna álagið sem hlýst af þeim gríðarlega fjölda ferðafólks sem mun í náinni framtíð leggja leið sína hingað með fleiri valmöguleikum víðar um landið.“

- Auglýsing -

Einar bendir á að tæplega tuttugu og einum milljarði króna „verður varið í viðbyggingu við flugstöð Leifs Eiríkssonar á næstu þremur árum. Auk þess sem ISAVIA, eigandi Keflavíkurflugvallar, var rekið með þrettán milljarða halla á síðasta ári. Malbikuð akstursbraut meðfram Egilsstaðaflugvelli bliknar í þeim samanburði. Er hvergi nærri nóg. Þó þar sé um að ræða aðkallandi framkvæmd.

Vörðu-verkefni ferðamálaráðuneytisins er góðra gjalda vert. En það má segja að það endurspegli ofuráherslu sem hefur verið lögð á ferðaþjónustu í þægilegri akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Það gerir ekkert fyrir ferðaþjónustu í öðrum landshlutum.“

Ósáttur Einar nefnir að „við þurfum alvöru átak í ferðaþjónustu landsbyggðanna. Átak sem opnar fleiri gáttir inn í landið en þá sem nú er langsamlega stærst, Keflavíkurflugvöll.

- Auglýsing -

Með slíku átaki mætti efla lífsgæði og síðast en ekki síst stuðla að meira jafnvægi milli suðvesturhornsins og landsbyggðanna“ að mati Einars sem klykkir út með þessum lokaorðum:

„Austurland verður áfram utan þjónustusvæðis nema öflugir málsvarar þess hefji upp raust sína á Alþingi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -