Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-0.3 C
Reykjavik

Meint líkamsárás hæstaréttarlögmanns: Brákuð rifbein, blóðugt nef og áverkar á hálsi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Líkt og Mannlíf greindi fyrst frá í gær hefur hæstaréttarlögmaður verið sakaður um stórfellda líkamsárás sem átti sér stað fyrr í mánuðinum. Samkvæmt heimildum Mannlífs á lögmaðurinn nú yfir höfði sér kæru en er hann sagður hafa gengið í skrokk á karlmanni á vinnustað fórnarlambsins í miðborg Reykjavíkur.

Ágreiningurinn sem varð tilefni atviksins er sagður persónulegur og snýr að náinni vináttu karls og konu sem eru í eigendahópi einnar stærstu lögmannsstofu landsins þar sem yfir 50 manns starfa. Meint fórnarlamb er eiginmaður konunnar, verslunareigandi í Reykjavík. Árásarmaðurinn meinti er meðeigandi konunnar að lögmannsstofunni. Málið er mjög viðkvæmt en meintur gerandi er í framlínu stéttarinnar og hefur setið í ábyrgðarstöðu fyrir Lögmannafélag Íslands.

Í fyrri frétt Mannlífs var greint frá því að þolandinn hafi nefbrotnað í meintri árás. Það mun ekki vera rétt en hann hlaut, samkvæmt heimildum Mannlífs, blóðuga áverka á nefi, brákuð rifbein og áverka á hálsi. Leitaði maðurinn á bráðadeild strax í kjölfar árásarinnar. Vitni eru að atburðinum.

Mannlíf hefur ítrekað reynt að ná tali af lögmanninum og þriðja aðila málsins án árangurs. Fólkið hefur hvorki svarað skilaboðum né símtölum. Þolandinn hefur kosið að tjá sig ekki opinberlega um málið.

Meintur gerandi er sagður hafa viðurkennt að hafa tekist á við manninn og fellt hann í gólfið en heldur því fram að frumkvæði átakanna hafi verið hjá hinum fallna. Þá hafnar hann því að hafa valdið manninum skaða. Verði hann sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás kostar það manninn missi lögmannsréttinda. Málið hefur þegar klofið tvær fjölskyldur.

Samkvæmt heimildum Mannlífs mun verða lögð fram kæra hjá lögreglunni vegna þessa í næstu viku.

- Auglýsing -

Sjá nánar:

Hæstaréttarlögmaður sakaður um stórfellda líkamsárás – Vitni að árásinni á vinnustað fórnarlambsins

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -