Axel Björnsson, jarðeðlisfræðingur lést þann 26. maí síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Seltjörn; hann var 80 ára að aldri.
Axel fæddist í Reykjavík haustið 1942; sonur hjónanna Björns Kristjánssonar, lögregluvarðstjóra og Auðar Axelsdóttur húsfreyju.
Axel lauk stúdentsprófi frá MR 1962, stundaði nám í eðlisfræði og jarðeðlisfræði við háskólann í Göttingen, lauk magistersprófi 1968 og doktorsprófi þaðan 1972.
Fyrri eiginkona Axels var Ásta Vigbergsdóttir kennari; þau skildu, en synir þeirra eru Björn og Egill.
Seinni kona Axels er Hrefna Kristmannsdóttir, prófessor emeritus í jarðhitafræðum við HA. Börn Hrefnu eru Ásdís, Björn og Svanhildur.