Axel Jósefsson Zarioh, 18 ára að aldri, fannst látinn í fjöru í Vopnafirði í apríl síðastliðnum. Lögreglan á Austurlandi staðfesti þetta í tilkynningu fyrir skömmu eftir að borin höfðu verið kennsl á líkamsleifarnar með DNA greiningu í Svíþjóð.
Það var 1. apríl sem lögreglunni barst tilkynning um mannabein í fjörunni. Fljótlega kom í ljós að líkamsleifarnar höfðu legið lengi í sjó og við rannsókn var fljótlega útilokað að um eitthvað saknæmt atvik væri að ræða.
Nú er komið í ljós að hinn látni var Alex en hann féll frá borði af fiskiskipinu Erling KE-140 í maí í fyrra er skipið var á leið til hafnar í Vopnafirði.