Strákarnir í drengjasveitinni The Backstreet Boys, eða réttara sagt mennirnir, ákváðu að heiðra stúlknasveitina Spice Girls á tónleikum í vikunni.
En tónlistarmennirnir létu sér ekki nægja að bara taka útgáfu af lagi með Spice Girls eða kasta á kryddpíurnar kveðju. Ó nei, þeir Nick, AJ, Brian, Kevin og Howie fóru sko alla leið.
Þeir ákváðu að klæða sig upp sem Kryddpíurnar, eins og sést á myndinni hér fyrir neðan, og mæma eitt lag með þeim. Á myndinni hér fyrir neðan sést að Nick var Baby Spice, AJ var Scary Spice, Brian var Sporty Spice, Kevin var Posh Spice og Howie var Ginger Spice.
Í meðfylgjandi myndbandi má svo sjá þessa skemmtilegu uppákomu: