Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Bæjaryfirvöld Fjarðabyggðar skulda mörgum afsökunarbeiðni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrverandi liðsmaður Slökkviliðs Fjarðabyggðar segir agaleysi innan slökkviliðsins, baktal er gríðarlegt og það er illa og allt of oft of seint tekið á málum sem upp koma. Að hans mati skulda bæjaryfirvöld Fjarðabyggðar mörgum afsökunarbeiðni vegna málsins.

Gísli Briem.

„Það ríkir mikið agaleysi innan slökkviliðsins, baktal er gríðarlegt og það er illa og allt of oft of seint tekið á málum sem upp koma,“ segir Gísli Þór Briem, fyrrverandi liðsmaður Slökkviliðs Fjarðabyggðar í framhaldi af umfjöllun Mannlífs um kvörtun vegna eineltis innan slökkviliðsins. Gísli segir ríg milli háttsettra starfsmanna setja mark sitt á andrúmsloftið á slökkvistöðinni.

„Þegar liðið var stofnað komu að stjórnun þess þrír yfirmenn, það er að segja slökkviliðsstjóri, aðstoðarslökkviliðsstjóri og eldavarnaeftirlitsmaður,“ útskýrir hann. Tveir þeir síðastnefndu höfðu verið slökkviliðsstjórar með töluverða reynslu, nýi slökkviliðsstjórinn hins vegar var tæknifræðingur starfandi hjá sveitarfélaginu en hafði enga menntun slökkviliðsmanns. Hann hafði komið nálægt sjúkraflutningum og hafði einhverja reynslu af rekstri, en ég ætla ekki lengra út í þá sálma.

Sjá einnig: Einelti, baktal og agaleysi

Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Við fórum fljótlega að verða varir við að einhver togstreita var á milli þeirra þriggja, alla vega til að byrja með, og fengum svo líka að heyra það frá þeim er lengra leið og þeir töluðu hver um annan á neikvæðan hátt. Þetta varð, að mínu mati, til þess að menn sýndu þeim ekki nægilega virðingu í fyrstu og einnig vantaði fasta sjórnun á hópinn. Ég benti oft á að það vantaði skýrari stjórn, hvort sem mönnum líkaði það betur eða verr. Það voru til dæmis aldrei skipaðir neinir varðstjórar á vaktirnar þannig að það var aldrei skýrt hver réði og hverjum bæri að hlýða í útköllum. Sem var mjög bagalegt.

Ég tel að með því að skipa varðstjóra hefði mátt komast hjá mjög mörgum leiðindum sem hafa ekki bara kostað sveitarfélagið mikla peninga, heldur líka sært þá aðila sem þegar hafa hrökklast úr starfi eða verið sagt upp.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Flúði slökkviliðið vegna áreitis: „Ég óskaði eftir sálgæslu eftir mjög erfitt útkall og það þótti afskaplega fyndið og mikill aumingjaskapur“

Þess má að lokum geta að sum þessara mála enduðu inni á borði sveitarstjórnar og eins var reynt að hafa samband við kjörna fulltrúa á þeim tíma sem ég var þarna, en án árangurs.

Svo virðist sem stjórnsýslunni hafi lítið fundist til um þetta eða ekki viljað vekja athygli í samfélaginu og ákveðið að láta sem ekkert væri að og styðja sinn mann í einu og öllu. Þetta ágæta fólk skuldar að mínu mati mörgum afsökunarbeiðni.“

- Auglýsing -

Fjallað er ítarlega um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -