Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Bænastund í Grindavíkurkirkju fyrir konuna sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í kvöld klukkan 20.30 fer fram bænastund í Grindavíkurkirkju fyrir Sólrúnu Öldu Waldorff, 22 ára, sem er alvarlega slösuð eftir bruna í Mávahlíð aðfararnótt miðvikudags.

 

Það eru vinkonur Sólrúnar Öldu sem standa að bænastundinni.

„Elsku vin­kona okkar hún Sól­rún Alda er að berjast fyrir lífi sínu og langar okkur vin­konunum að halda bæna­stund í Grinda­víkur­kirkju á morgun föstu­daginn 25.okt kl 20:30,“ segja vin­konur Sól­rúnar í skila­boðum sem þær hafa látið ganga á Face­book og hvetja þær til þess að fólk sameinist í kirkjunni og sendi Sólrúnu Öldu og fjölskyldu hennar styrk á þessum erfiða tíma.

Sjá einnig: Þrjú slösuð eftir bruna

Berst fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi erlendis

Mannlíf greindi frá því fyrr í dag að tveir ein­staklingar væru mjög al­var­lega slasaðir eftir brunann sem átti sér stað í íbúð í Máva­hlíð að­fara­nótt miðvikudags. Í til­kynningu frá lög­reglu kemur fram að þrír aðilar á þrí­tugs­aldri, ein kona og tveir karlar, hafi verið fluttir á slysa­deild. Málið er í rannsókn að sögn lögreglu, en talið er að eldurinn hafi kviknað í potti á eldavélarhellu.

- Auglýsing -

Sólrún Alda var flutt á sjúkrahús erlendis til frekari aðhlynningar, þar sem hún berst fyrir lífi sínu. Á heimasíðu Grindavíkurbæjar kemur fram að Þórunn Alda Gylfadóttir móðir Sólrúnar Öldu segir ástandið mjög alvarlegt. Sólrún Alda væri í lífshættu og tekin væri ein klukkustund í einu. Allar bænir myndu hjálpa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -