Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Elsa fúl út í Krónuna: „Skömm að þessu!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenskir sauðfjárbændur eru ekki allskostar ánægðir með forsvarsmenn matvörubúða Krónunnar. Ástæðan er afar takmarkað pláss sem lambakjötið fær í verslunum keðjunnar.

Þetta ræða bændurnir í hópi sínum á Facebook, Sauðfjárbændur. Það er Elsa nokkur sem stofnar til umræðunnar og birtir meðfylgjandi mynd sem hún tók í frystikistu Krónunnar á Bíldshöfða:

Image may contain: food
Þessa mynd tók Elsa í Krónunni og þótti henni ekki mikið til koma varðandi úrvalið af lambakjöti.

„Þetta var það eina sem ég fann af frosnu lambi í matvörubúðinni uppi á Höfða hér í Reykjavík…ss, alveg magnað úrval eða þannig, fjórir sviðahausar, eitt læri og tveir mjög litlir pokar af súpukjöti…Rúmfatalagerinn og Húsgagnahöllin eru á sitthvorri hæðinni í kringum þessa stóru búð, og alla daga allan daginn troðið af fólki þarna,“ segir Elsa og heldur áfram:

„Mér finnst þetta ekki ásættanlegt, og skil ekki í bændum að þeir skuli ekki hafa fulltrúa hér í borginni til að fylgjast með þessum málum. Eitthvað var til af ófrosnu lambi, en það er svo mikið dýrara og ekki víst nema að margir horfi til þess og kaupi því minna.“

Sigríður er hjartanlega sammála Elsu. „Metnaðarleysið er algjört, því miður,“ segir Sigríður. og það er Steindór nokkur líka. „Sláturleyfishafar og afurðastöðvar eru stærstu innflytjendur á kjöti og sjálfsagt meiri framlegð af því, kjúkling og fleira. Skömm að þessu,“ segir Steindór.

Elsa ítekar óánægju sína gagnvart vöruúrvali Krónunnar. „Þetta er eitthvað svo glatað, að fara svona með bændur…að hafa frystana fulla af rusli og gefa lambinu ca. 25 cm pláss í einni af stærstu matvöruversun í Reykjavík,“ segir Elsa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -