Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Bakaði til að hafa stjórn á erfiðum aðstæðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tobba Marinós hefur orð á sér fyrir að vera alltaf hress og láta ekkert buga sig, en hún hefur þurft að takast á við ýmsa erfiðleika, missti systur sína fyrir þremur árum og segir sorgina aldrei ganga yfir. Það skipti þó öllu máli að fjölskyldan sé samheldin og þar sé alltaf talað um hlutina á opinskáan hátt um leið og lögð sé áhersla á að geta gert grín að sjálfum sér.

Tobba segir fjölskylduna vera eins og ítalska mafíufjölskyldu, þau borði saman að minnsta kosti einu sinni í viku, hún tali við báða foreldra sína í síma oft á dag. Og stundum viti hún ekki einu sinni hvort hún sé í sínum eigin fötum eða fötum af móður sinni.
„Ég er einmitt að horfa á fatahengið hérna,“ segir hún og hlær. „Við mamma eigum eins úlpur og eins skó og það er bara happa og glappa hvort ég tek réttan fatnað þegar ég kem og fer. Kannski á eftir að klippa á naflastrenginn, ég veit það ekki, en þetta eru gríðarleg forréttindi.“

„Mér finnst oft erfitt og niðurdrepandi þegar fólk lætur líta svo út að það sé aldrei neitt að. Allt á að lúkka svo geggjað vel.“

Tobba hefur haldið þeirri ímynd út á við að hún sé hressa stelpan og gleðigjafinn, er það hennar hlutverk innan fjölskyldunnar?
„Nei, nei,“ segir hún og hlær aftur. „Pabbi minn er svona líka. Foreldrar mínir eru alveg ótrúlega skemmtilegir og ég er alin upp við mikið líf og fjör og grín. Það hefur aldrei verið leiðinlegt heima hjá mér og ég er alin upp við það að reyna að hafa skemmtilegt í kringum okkur, að maður sé ekki skemmtilegur nema maður geti gert grín að sjálfum sér. Það sem ég sakna mest í þjóðfélaginu í dag er einlægni. Heima hjá mér segir maður frá því þegar manni líður illa og er ekkert að þykjast. Mér finnst oft erfitt og niðurdrepandi þegar fólk lætur líta svo út að það sé aldrei neitt að. Allt á að lúkka svo geggjað vel. Þegar ég missti systur mína og átti mína erfiðustu daga, veit ég stundum ekki hvernig ég dró andann, þá bakaði ég allan sólarhringinn. Og eftir því sem mér leið verr varð smjörkremið hærra og á endanum urðu þetta hálfgerðir skúlptúrar. Þetta var alveg galið, en þá var ég bara að reyna að hafa stjórn á einhverju, gera eitthvað sem ég réði við og gat klárað og það gekk upp. En ég viðurkenndi það alveg, þegar ég póstaði einhverri mynd á Facebook sagði ég bara „nú er mjög erfitt, nú baka ég mikið“ í staðinn fyrir að fá einhver óeðlileg læk eða gleði út á þetta. Auðvitað gerum við þetta öll, við erum ekkert alltaf að segja öllum allt. Stundum segir maður bara að allt gangi vel, en mér finnst mikilvægt að geta líka sagt „nei, veistu, það gengur bara ekki vel núna“.“

Lestu viðtalið við Tobbu í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -