Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Bakverði sem grunaður er um þjófnað sleppt úr haldi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Vestfjörðum hefur sleppt konu, sem er grunuð um að hafa fram­vísað fölsku starfsleyfi sem heil­brigðis­starfsmaður og stolið lyfjum, úr haldi. Konan sem hefur starfað í viku á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík var handtekin fyrr í dag. Ekki þótti ástæða til að halda henni lengur þar sem yfirheyrslu er lokið.

Greint er frá því á Facebooksíðu lögreglunnar að kæra hafi borist fá forstöðumanni Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða gagnvart einum bakvarða heilbrigðissþjónustu sem svaraði hjálparbeiðni heilbrigðisstofnunarinnar vegna veirusýkingar og manneklu á dvalarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Bakverðirnir voru fluttir frá Reykjavík til Ísafjarðar 6. apríl síðast.

Í kærunni er umrædd kona borin þeim þungu sökum að hafa framvísað fölsku starfsleyfi og á þeim forsendum hafi henni verið falin ábyrgð á dvalarheimilinu Bergi. Einnig leikur grunur á að hún hafi tekið lyf ófrjálsri hendi.

Í framhaldi fóru lögreglumenn á dvalarstað konunnar, handtóku hana og færðu til yfirheyrslu. Þá var húsleit framkvæmd á dvalarstaðnum. Lögreglan á Vestfjörðum segir ekki tímabært að veita frekari upplýsingar að svo stöddu, þar sem rannsókn málsins stendur enn yfir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -