Mánudagur 28. október, 2024
8.4 C
Reykjavik

Baldur varð manni að bana: „Ég grét bara“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég var búinn að lenda í öllum tegundum ofbeldis fyrir 10 ára aldur“ segir Baldur Freyr Einarsson um æskuárin í Keflavík. „Eina sem var nóg af var sársauki“.

Baldur Freyr er í bata frá fíknisjúkdómi og hefur verið í 14 ár. Hann er einnig aðstandandi og ólst upp við mikið ofbeldi og erfiðar aðstæður. Hann segir sögu sína í nýjasta hlaðvarpi Það er von.

Var strax háður

Þegar Baldur fór að nota hugbreytandi efni af alvöru um fermingaraldur, varð hann strax háður flóttanum frá kvíðanum og vanlíðaninni. Uppvöxturinn var vægast sagt óhefðbundinn og bjó Baldur einn þegar hann var á síðasta ári í grunnskóla. Neyslan jókst og námið var vanrækt.

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór,” segir Baldur í viðtalinu því þannig voru hans fyrirmyndar og smám saman fetaði hann þann veg afbrota og fíkniefna. Líf hans var litað ofbeldi.

Fyrsta innlögn Baldurs á Vog var einungis til að sleppa við að fara á geðdeild eftir eina af mörgum sjálfsvígstilraun. „Mér leið eins og algjörum lúser, ég gat ekki einu sinni kálað mér. Ég tók meðvitaða ákvörðun inni á Vogi að fara í sprautuneyslu. Ég gerði það og beitti hrottalegu ofbeldi á sama tíma, við vorum bæði hættulegir sjálfum okkur og öðrum.”

- Auglýsing -

Baldur og hans hópur réttlættu ofbeldið að þolendur ættu það skilið samkvæmt þeirra bókum.

Varð manni að bana

Ásamt félaga sínum varð Baldur ungum manni að bana í miðbænum. „Ég grét bara, maður hefði kannski gengið svona langt í ofbeldi ef hann hefði gert eitthvað en ekki í einhverjum slagsmálum niðri í bæ“.

- Auglýsing -

Baldur talar um hvernig fólk í virkri neyslu réttlætir fyrir sér neysluna. „Ég vildi vera í skólanum, þá fékk ég bara 4000 krónur á viku, þá þarf maður auðvitað að redda sér pening. Ég fór þá strax að flytja inn kókaín á Hraunið“.

Baldur hefur í seinni tíð, eftir að hafa verið ofbeldisfullur eiturlyfjasali, rekið vændishús og sat meðal annars inni fyrir að verða manni að bana. Hann hefur tileinkað líf sitt því að aðstoða aðra við að ná bata með aðstoð guðs.

Líf Baldurs, eftir að hann varð edrú, hefur ekki verið dans á rósum. Hann hefur gengið í gegnum mörg erfið áföll, sem hann segir frá í hlaðvarpinu, en komist í gegnum þau án þess að flýja í hugbreytandi efni.

Hann talar um mátt fyrirgefningar og hvernig hann hefur bæði notað hana fyrir sig og veitt öðrum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -