Miðvikudagur 12. febrúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Baldvin bætti metið og varð Norðurlandameistari – Til alls líklegur á Evrópumótinu í mars

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Norðurlandameistaramótið í frjálsíþróttum fer fram í Espoo í Finnlandi og teflir Ísland fram sameiginlegu liði með gömlu nýlenduherrunum, Danmörku, gegn liðum frá Finnlandi, Svíþjóð sem og Noregi.

Íslendingurinn Baldvin Þór Magnússon hefur verið nánast óstöðvandi að undanförnu; bætti á dögunum Íslandsmetin í 3.000 metra og 1.500 metra hlaupum.

Íslandsmetið Baldvins í 3.000 metrunum frá því um daginn er 7:45,13 mínútu; hann stórbætti það í Finnlandi um rúmar fimm sekúndur; hljóp 3.000 metrana á 7:39,94 mínútum og tryggði sér .ar með sjálfan Norðurlandameistaratitilinn.

Baldvin hafði betur eftir spennandi baráttu við Norðmanninn Filip Ingebrigtsen – sem er fyrrverandi Evrópumeistari í 1.500 metra hlaupi.

Kom Baldvin þremur hundraðshlutum úr sekúndum á undan Ingebrigtsen í mark og náði EM lágmarkinu. Var tími Baldvins í dag svo góður að hann er til dæmis betri en sigurtímarnir á síðustu fjórum Evrópumótum innanhúss. Baldvin er því einfaldlega til alls líklegur á Evrópumótinu í mars.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -