Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Ballarin íhugar lögsókn gegn Icelandair

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Michelle Ballarin, bandaríski fjárfestirinn sem keypti þrotabúa WOW, skoðar möguleika á málsókn gegn Icelandair. Ástæðan er sú að sjö milljarða króna tilboði hennar var hafnar og telur hún að henni hafi verið mismunað í hlutafjárútboðinu.

Þetta staðfestir Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin hér á landi, sem segir að aðrir þættir en fjárhagslegir hagmunir félagsins hafi ráðið þegar tekin var afstaða til tilboðs Ballarin.

„Tilboðinu var einfaldlega ekki svarað.“

Koma Ballarin til landsins vakti athygli og komið hefur í ljós að hún margbraut sóttvarnarlög í heimsókn sinni. Brot Ballarin eru nú til skoðunar hjá lögreglu. Líkt og Mannlíf greindi frá var koma fjárfestisins brotlending.

Ballarin flaug af landi brott eftir að tilboði hennar í Icelandair var hafnað. Samkvæmt heimildum Mannlífs fór krókaleið heim til Bandaríkjanna um Evrópu. Hún hugðist kaupa kjölfestuhlut fyrir sjö milljarða króna í Icelandair og sóttist eftir því að verða stjórnarformaður flugfélagsins. Viðræður milli hennar og stjórnenda Icelandair um samstarf höfðu staðið yfir síðustu vikur. Tilboðinu var hins vegar hafnað þar sem hún þótti ekki geta sýnt fram á getu til að standa við tilboðið.

Páll Ágúst segir í viðtali við Fréttablaðið að það sé ekki einu sinni hægt að segja að tilboði Ballarin hafi verið hafnað. Hann segir Ballarin hafa fengið ófaglega málsmeðferð í útboðinu og ekki setið við sama borð og aðrir. Bandaríska fjárfestinum hafi einfaldlega verið hent út í skjóli nætur. „Tilboðinu var einfaldlega ekki svarað. Okkur var einfaldlega ekkert svigrúm gefið til þess að sýna fram á greiðslugetu. Ég þori að fullyrða að aðrir sjö þúsund þátttakendur í útboðinu hafi ekki verið krafðir um sams konar sönnun fyrir fjármögnun og hún,“ sagði Páll og staðfestir að réttarstaða Ballarin sé nú til skoðunar og líklegt er að hún muni sækja rétt sinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -