Bandarísk stjórnvöld hvetja bandaríska ríkisborgara sem eru staddir á landinu til að huga að heimferð.
Þetta kemur fram í skilaboðum frá bandarískum stjórnvöldum sem voru meðal annars birt á Facebook-síðu Bandaríska sendiráðsins á Íslandi í gærkvöldi. Þar er bent á að einu staðfestu flugin héðan og til Bandaríkjana séu með Icelandair til Boston í dag og svo aftur 15. apríl. Icelandair hafi í hyggju að endurskoða áætlanir sínur eftir 15. apríl og séu líkur á að flugfélagið muni þá aðeins flytja vörur. Eru Bandaríkjamenn af þeim sökum hvattir til að snúa aftur heim, nema þeir vilji eiga á að hættu að vera hér strandaglópar um óákveðinn tíma.