Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-6.8 C
Reykjavik

Bandaríska barnið ekki sýkt af E.coli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Engin tilfelli af E. coli greindust í dag en í morgun voru rannsökuð saursýni frá 15 einstaklingum sem borist hafa undanfarna daga með tilliti til E. coli sýkinga og greindist enginn með sýkinguna. 

Þetta kemur fram á vef Landlæknis.

Þann 19. júlí sl. var greint frá einum einstaklingi sem var grunaður um sýkingu og reyndist hann vera sýktur af E. coli bakteríunni. Hann hafði borðað ís í Efstadal fyrir um þremur vikum og hafði auk þess umgengist sýktan einstakling fyrir 1-2 vikum. Um er að ræða þriggja og hálfs árs gamalt barn sem heilsast vel og verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins.

Bandaríska barnið grunað um E. coli sýkingu og fjallað hefur verið um á undanförnum dögum er hins vegar ekki með E. coli sýkingu samkvæmt rannsóknum í Bandaríkjunum.

Alls hafa því 22 einstaklingar greinst með E. coli sýkingu, þar af tveir fullorðnir og 20 börn. Annar hinna fullorðnu borðaði ís í Efstadal 8. júlí en enginn annar tengist Efstadal eftir 4-5. júlí en þá hófust fyrri aðgerðir sem miðuðu að því að rjúfa smitleiðir. Seinni aðgerðir í Efstadal hófust 18-19. júlí og eftir þann tíma hafa engir einstaklingar greinst.

Rannsóknir í Efstadal hafa enn ekki sýnt með óyggjandi hætti hvernig E. coli sýkillinn barst í einstaklingana sem veiktust. Allir einstaklingarnir áttu það hins vegar sameiginlegt að hafa borðað ís í Efstadal fyrir utan eitt barn sem virðist hafa smitast af systkini.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -