- Auglýsing -
Orðrómur
Við hrunið árið 2008 greip um sig mikil reiði og ráðherrar fengu sumir lífverði. Árið 2012 fékk Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, vernd allan sólarhringinn af óútskýrðum ástæðum. Í ástandinu undanfarið hefur ekki bólað mikið á reiði í garð ráðamanna enda veiran alltumlykjandi og engum sérstökum um að kenna. Bankastjóri og aðstoðarbankastjóri Arion banka hafa þó þurft á vernd að halda að undanförnu og hefur verið varðstaða um heimili þeirra. Ekki fæst útskýrt hvers vegna.