Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að setja á bann við flugi dróna/fjarstýrðra loftfara á tilteknu svæði, sbr. 4. tl. 12. gr. reglugerðar um starfsrækslu fjarstýrðra loftfara nr. 990/2017, vegna komu herskipa og kafbáta NATO sem verða við landið vegna Dynamic Mongoose æfingarinnar.
Af þeim sökum verður óheimilt að fljúga dróna (fjarstýrðu loftfari) innan 400 metra radíusar frá skipunum og kafbátunum, bæði meðan þau eru innan íslenskrar landhelgi og meðan þau liggja við Skarfabakka við Sundahöfn.
Bannið gildir frá 10. júlí til og með 14. júlí 2020 og er í gildi allan sólarhringinn þessa daga.