Allir farþegar sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er meira en 1000 smit á hverja 100 þúsund íbúa er gert að fara í sóttkví á sóttkvíarhóteli.
Farþegar frá löndum með 750 smit á hverja 100 þúsund íbúa þurfa sömuleiðis að vera á sóttkvíarhóteli, en geta þó sótt um undanþágu að því gefnu að þeir geti sýnt fram á viðeigandi aðstæður heima fyrir.
Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu, sem boðað var til vegna landamæraðgerða.
Þar komu fram að gripið yrði til hertari aðgerða á landamærunum vegna Covid-19.
Einnig fær dómsmálaráðherra heimild til að banna ónauðsynlegar ferðir til og frá löndum þar sem nýgengi smita er umfram 1000 á hverja 100 þúsund íbúa.
Holland, Frakkland, Pólland og Ungverjaland eru þau Evrópulönd sem eru með nýgengi smita yfir 1000 á hverja 100 þúsund íbúa, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við RÚV.
Svíþjóð, Frakkland og Pólland eru meðal þeirra landa í Evrópu þar sem nýgengi er yfir 750 á hverja 100 þúsund íbúa, samkvæmt vef sóttvarnarstofnunar í Evrópu.