Bannað hefur verið að auglýsa nikótínpúða og aðrar nikótínvörur hér á landi. Kemur það fram í nýsamþykktu frumvarpi heilbrigðisráðherra þar sem breyting var gerð á lögum um rafrettur. Þrátt fyrir bannið, nær það ekki til samélagsmiðla né erlendra miðla, og því útilokað að stöðva slíkar auglýsingar.
Þá hafa íslenskir fjölmiðlar gagnrýnt bannið töluvert er kemur fram í umfjöllun Morgunblaðisins í dag. Er þar haft eftir Heiðari Guðjónssyni, framkvæmdastjóra Sýnar, að auglýsingunum muni ekki linna. Tekjur af þeim muni þess í stað færast frá íslenskum fyrirtækjum, yfir til erlendra. Telur hann bannið hamla fresli fjölmiðla og skerða möguleika til þess að afa tekna. Í svörum Willum Þórs kemur fram að sömu reglu gildi um nikótínvörur, það sé til þess að gæta samræmis.