Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Bannaði fólki að snerta börnin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun, segir að Íslendingar geti lært mikið af Kínverjum en hún bjó ásamt fjölskyldu sinni í Sjanghæ í þrjú ár. Stefanía segist hafa þurft að hafa sig alla við í að lesa í fólk og aðstæður þar sem mikill munur sé á samskiptum þjóðanna tveggja, Íslendinga og Kínverja. Stundum hafi legið nærri árekstrum.

Stefanía Guðrún Halldórsdóttir er nýtekin við starfi framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun eftir átta ár starf hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP.

Stefanía Guðrún Halldórsdóttir er nýtekin við starfi framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun eftir átta ára starf hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP. Þar var hún meðal annars þróunarstjóri á skrifstofu fyrirtækisins í Sjanghæ, þar sem hún bjó í þrjú ár með manni og þremur börnum. Hvernig stóð á því að hún tók þessa U-beygju úr tölvuleikjaþróun yfir í orkugeirann?

„Áður en ég fór að vinna hjá CCP var ég í tíu ár í orkugeiranum þannig að CCP var í rauninni U-beygjan,“ segir Stefanía og hlær. „Það má eiginlega segja að ég sé komin aftur heim með þessu starfi hjá Landsvirkjun. Ég var átta ár hjá Orkustofnun, byrjaði þar á meðan ég var í háskólanámi og gerði bæði BSc- og masters-verkefnið mitt þar. Tók svo síðar við sem yfirverkefnisstjóri í upplýsingatækni, því ég var að brúa bilið milli vísinda og upplýsingatækni í mínu námi, blandaði fyrst saman landafræði og tölvunarfræði í BSc-verkefninu og í masters-verkefninu blandaði ég svo saman umhverfisfræði og tölvunarfræði og útskrifaðist úr verkfræði, en mér finnst rosalega gaman að blanda saman svona ólíkum hlutum. Nú er alltaf verið að tala um að það sé svo mikilvægt að fólk vinni þverfaglega og það hentar mér virkilega vel. Það er mjög gaman að koma aftur inn í orkugeirann átta árum seinna og þá sérstaklega að koma inn í viðskipta- og markaðshlið starfseminnar.“

„Fólk vildi líka fá að koma við þau og tala við þau og mér fannst oft erfitt hvað fólk fór gjörsamlega yfir mörkin í því. Eitt af því fyrsta sem ég lærði að segja á kínversku var „ekki snerta þau“.“

Réðu ekki hvernig sagan þróaðist

Starfsheiti Stefaníu hjá Landsvirkjun er framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar, hvað felst í því?

„Við erum fimm framkvæmdastjórar sem heyrum undir forstjórann og hlutverk markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs er að hámarka tekjur Landsvirkjunar. Við erum að greina ný viðskiptatækifæri, erum í vöruþróun og kynningu og kynningu og sölu á vörum og þjónustu og svo þurfum við líka að reka raforkusamningana við núverandi viðskiptavini.“

Það er greinilegt að þetta er fjölbreytt starf og kannski ekkert svo ólíkt því sem Stefanía var að gera hjá CCP, eða hvað?

- Auglýsing -

„Þegar ég byrjaði hjá CCP var ég að koma frá upplýsingatæknifyrirtæki þar sem ég hafði unnið mikið að tæknilausnum fyrir orkufyrirtæki en þegar ég kom inn í CCP tók ég við sem deildarstjóri í hönnun sem var í rauninni mín leið til þess að komast aðeins meira inn í hönnun og listsköpun, sem mér finnst svo mikilvægt að tengja saman í allri tækni. Það er lykilatriði í allri vöruþróun að skilja báða heima, finnst mér, og þetta var mitt tækifæri til þess að ná heildarmyndinni; að fara úr tækninni yfir í sköpunina.“

Stefanía segir erfitt að alhæfa um reglur í samskiptum í samfélaginu í Sjanghæ almennt, þar sé slíkur aragrúi af fólki með alls konar bakgrunn og misjafnt hvað hverjum hóp þykir við hæfi.

Í starfi sínu sem hönnunarstjóri hjá CCP vann Stefanía náið með söguhöfundum leiksins Eve Online og hún segir það hafa verið ómetanlega reynslu.

„Þessi leikur er náttúrlega svo ótrúlegur,“ segir hún. „Maður getur endalaust fundið upp á nýjum hlutum þarna inni þannig að það var rosalega gott fyrir mig að kynnast því að búa til tölvuleik frá þessari hlið. Með allar þessar sögur og öll þessi kerfi. Svo bjuggum við eitthvað til og settum það út en af því að leikurinn er svo dýnamískur þá veit maður aldrei hvað spilararnir gera á endanum við það og það kemur manni oft á óvart hvernig framvindan verður. Eitt af því sem var svo spennandi við að búa þennan leik til var að við réðum því ekkert endilega hvernig sagan þróaðist.“

- Auglýsing -

llaus á foreldrafundi

Saga Stefaníu sjálfrar þróaðist þannig að hún varð yfirþróunarstjóri Eve Online á Íslandi og síðan flutti hún til Kína þar sem hún færði sig meira yfir í viðskiptaþróun fyrir CCP. Þar kynntist hún enn einni hliðinni á þessum heimi.

„Í stúdíóinu í Sjanghæ voru um sextíu manns og ég var að stýra útgáfu Eve Online í Kína vegna þess að Kínverjar mega ekki spila á alþjóðlega servernum þannig að það þarf að spegla allt yfir til Kína og við sem vestrænt fyrirtæki máttum ekki gefa út leikinn sjálf svo að við unnum það með kínverskum útgefanda sem var sérfræðngur í kínverska markaðinum.“

Það hlýtur að hafa verið töluvert átak að taka sig upp með mann og þrjú börn og flytja til Sjanghæ. Fékk hún ekki menningarsjokk?

„Ég kunni afskaplega vel við mig í Kína. Mér fannst gaman að læra kínversku, það er eins og það opnist annar heimur við að læra táknin. En eftir þrjú ár er maður svolítið uppgefinn á menguninni. Hún er bara óbærileg. Það er óbærilegt að reyna að fá börnin sín til að vera með öndunargrímur þegar þau fara út.“

„Jú, þetta var menningarsjokk fyrir alla, það verður bara að viðurkennast,“ segir Stefanía glaðbeitt. „Maðurinn minn vann líka hjá CCP og við þurftum að skipuleggja líf okkar þannig að við gætum bæði sótt vinnu allan daginn þótt við værum með þrjú börn á ýmsum aldri. Yngsta barnið var ekki orðið tveggja ára. Hún fór strax á kínverskan leikskóla og ég byrjaði að læra kínversku og var að læra hana allan tímann sem við vorum þarna, enda fannst mér það mikilvægt upp á það að skilja menninguna og komast inn í samfélagið og það var í rauninni nauðsynlegt. En fyrstu mánuðina sem við bjuggum í Sjanghæ var dóttirin sem sagt á kínverskum leikskóla og ég ekki farin að tala neina kínversku og það var mjög erfitt að geta ekki átt samskipti við fólkið sem passaði barnið manns á hverjum degi. Þau voru stundum að senda mér bréf heim og ég fór þá með þau í vinnuna og lét þýða þau þar. Þau lögðu líka afar mikið upp úr því að ég kæmi á foreldrafund sem ég gerði auðvitað. Þar fór að sjálfsögðu allt fram á kínversku og ég skildi ekki neitt.“

Er kínverskan ekki hrikalega erfitt mál að læra?

„Jú, mér fannst það erfitt. Þetta er samt ekkert brjálæðislega erfitt tungumál þegar maður er farinn að skilja hljóðin. Það tók mig svolítinn tíma. En eftir að maður nær þeim verður þetta auðveldara. Litlan mín var fljót að ná kínverskunni mjög vel en strákarnir, sem voru þá níu og fjórtán ára, fóru í alþjóðlegan skóla þar sem kennt var á ensku. Þannig að það voru í rauninni bara við mæðgur sem töluðum kínversku. Við vorum með heimilishjálp eins og er mjög algengt í Kína og hún talaði enga ensku sem ýtti líka á mig að læra að tjá mig. Hún tók á móti Katrínu litlu á hverjum degi þegar hún kom heim úr leikskólanum og passaði hana þangað til við komum heim og þær urðu rosalega góðar vinkonur. Það var stundum svolítið erfitt að koma því til skila hver setti reglurnar á heimilinu. Til dæmis sagðist sú stutta mega fá ís eftir leikskóla, en ég hafði sagt að hún ætti að fá jógúrt. Það tók mig smátíma að vinda ofan af svona hlutum, en hún var bara strax miklu betri en ég í tungumálinu.“

Segja já þótt þeir meini nei

nverskt samfélag er ansi ólíkt því íslenska, hver fannst Stefaníu vera mesti munurinn?

„Sjanghæ er náttúrlega svo brjáluð borg. Þar er svo margt fólk, tuttugu og sex milljón manns, og það er mjög mikill munur á því hvernig fólk lifir innan Sjanghæ eftir hverfum. Maður stendur fyrir framan gríðarlega flottar Gucci-búðir og gengur svo eina götu og er þá kominn í hverfi þar sem fólk er að vaska upp fyrir utan húsin sín þar sem ekki er rennandi vatn inni í húsunum og svo framvegis. Maður sér ekki ofboðslega mikla fátækt en maður sér hvað það er mikill munur á lífskjörum fólks innan borgarinnar.“

Hvað með viðskiptasamfélagið, er það mjög ólíkt því vestræna?

„Já, það er mjög ólíkt. Það er ekki eins formlegt og ég hélt fyrir fram, en það er miklu meira af óskrifuðum reglum. Ég var þarna að vinna með kínverska útgefandanum og við erum auðvitað með samning en hann er eiginlega meira til hliðsjónar. Þetta snýst dálítið mikið um persónuleg sambönd og það eru ýmsar venjur í viðskiptum hjá þeim sem við erum ekki vön. Til dæmis er mikið verið að gefa gjafir og það tók mig töluverðan tíma að venjast því. Ég vissi það auðvitað en stundum var ég boðuð á mikilvægan fund og var lögð af stað þegar ég uppgötvaði að ég hafði gleymt að finna gjafir handa þeim. Það var svolítill hausverkur af því maður er ekki vanur þessum sið. Svo þurfti ég líka að venjast samskiptunum.

„Ég hafði kannski komið með hugmynd sem enginn mótmælti beint, þeir jánkuðu og kinkuðu kolli og svo þurfti ég að komast að því eftir öðrum leiðum að þeim leist ekki vel á hugmyndina af einhverri ástæðu. Þetta var rosalega góður skóli í því að þjálfa sig í að lesa fólk og aðstæður betur.“

Fólk í Kína talar stundum í kringum hlutina og það tók mig dálítinn tíma að venjast því að lesa í það sem fólk var að segja. Stundum þurfti ég að finna út hvað það meinti eftir krókaleiðum. Ég hafði kannski komið með hugmynd sem enginn mótmælti beint, þeir jánkuðu og kinkuðu kolli og svo þurfti ég að komast að því eftir öðrum leiðum að þeim leist ekki vel á hugmyndina af einhverri ástæðu.

Þetta var rosalega góður skóli í því að þjálfa sig í að lesa fólk og aðstæður betur. Og hlusta. Það er mjög mikilvægt í samskiptum í viðskiptalífinu í Kína að hlusta. Að mæta ekki strax með mína skoðun heldur hlusta fyrst eftir því hvað þau voru að hugsa og hvort það sem ég var að leggja til passaði inn í það. Það er líka mikil auðmýkt í fólki og það sækist eftir því að finna samhljóm og forðast átök. Fólk gengur frekar frá borðinu en að takast of mikið á.“

Fjölskyldan saman: Halldór, Árni, Snorri, Stefanía og Katrín.

Bannaði fólki að snerta börnin

Stefanía segir erfitt að alhæfa um reglur í samskiptum í samfélaginu í Sjanghæ almennt, þar sé slíkur aragrúi af fólki með alls konar bakgrunn og misjafnt hvað hverjum hóp þykir við hæfi. Stundum hafi legið nærri árekstrum.

„Katrín og Árni eru bæði ljóshærð og hún með bollukinnar. Stundum var bara ekki hægt að vera með þau á fjölförnum stöðum. Ef við fórum á ferðamannastaði þar sem voru kínverskir ferðamenn þá var alltaf strolla á eftir okkur. Ég held það séu þúsundir Kínverja sem eiga myndir af Katrínu og Árna í símanum sínum. Fólk vildi líka fá að koma við þau og tala við þau og mér fannst oft erfitt hvað fólk fór gjörsamlega yfir mörkin í því. Eitt af því fyrsta sem ég lærði að segja á kínversku var „ekki snerta þau“. Mér fannst rosalega erfitt þegar fólk kom og rak puttana í hárið á þeim en ég veit að þetta var allt vel meint. Margir, og þá sérstaklega fólk af landsbyggðinni, hafa aldrei séð ljóshærða hvíta krakka og finnst þau svo ofboðslega sæt að þau ráða bara ekki við sig.“

„Fólk vildi líka fá að koma við þau og tala við þau og mér fannst oft erfitt hvað fólk fór gjörsamlega yfir mörkin í því. Eitt af því fyrsta sem ég lærði að segja á kínversku var „ekki snerta þau“.“

Fyrst við erum farin að tala um ferðamannastaði er ekki úr vegi að spyrja Stefaníu hvernig henni finnist Asíuríkin standa sig í þeim málum sem snerta þá og hvort við Íslendingar getum kannski lært eitthvað af þeim.

„Við ferðuðumst töluvert um Asíu og það er áberandi hvað Asíuþjóðirnar passa vel upp á sitt. Þar  hikar fólk ekki við að taka gjald af ferðamönnum inn á ferðamannastaði enda er ofboðslega margt  fólk þarna. Þegar maður kemur til Kambódíu þá borgar maður komugjald á hvern haus og auk þess er selt inn á vinsæla ferðamannastaði. Ég varð eiginlega svolítið hissa á hversu langt þau eru komin í fagmennsku og skipulagningu í kringum ferðamannaiðnaðinn. Þetta er gríðarlega fátæk þjóð sem hefur glímt við ótrúlega erfiða hluti en hún hefur náð að skipuleggja þetta vel. Mér finnst að við Íslendingar þurfum aðeins að passa upp á það sem við höfum. Í Asíu þykir það alveg sjálfsagt.“

Reykjavík orðin meiri heimsborg

Stefanía og fjölskylda bjuggu í Sjanghæ í þrjú ár og hún segir þeim hafa liðið mjög vel þar.

„Ég kunni afskaplega vel við mig í Kína. Mér fannst gaman að læra kínversku, það er eins og það opnist annar heimur við að læra táknin. En eftir þrjú ár er maður svolítið uppgefinn á menguninni. Hún er bara óbærileg. Það er óbærilegt að reyna að fá börnin sín til að vera með öndunargrímur þegar þau fara út. Vatnið er líka mjög mengað, maður drekkur það auðvitað ekki en maður fer að hugsa um það þegar maður er í sturtu á hverjum degi hvaða áhrif það hafi. Þessir hlutir sem við tökum sem sjálfsögðum, hreina loftið og hreina vatnið, eru ómetanlegir. Ég hef verið heima í rúmt ár og ég hugsa stundum enn þá um það þegar ég geng út úr húsinu hvað það sé gott að geta andað að sér hreinu lofti.“

Hvernig var annars að koma heim eftir þessi þrjú ár í burtu, hefur eitthvað breyst?

Katrín og vinkona í Longsheng

„Nei, þetta er of stuttur tími til þess. Eða jú, ég sá breytingu. Ég sá breytingu á því hvað það er miklu, miklu meira af ferðamönnum en var. Og í rauninni verður Reykjavík pínulítið meiri heimsborg við það. Það er hægt að reka fleiri flotta veitingastaði og svo framvegis. Með öllum þessum ferðamönnum spratt upp margvísleg menning sem er alveg frábært. Mér finnst skemmtilegt að koma úr svona stórri heimsborg eins og Sjanghæ og finna að það er smávegis heimsborgarbragur kominn á Reykjavík líka. Það er ekkert nema jákvætt.“

Fyrst eftir heimkomuna hélt Stefanía áfram að vinna hjá CCP, hvað varð til þess að hún hætti þar?

„Ég kom heim og tók við sem framkvæmdastjóri CCP á Íslandi en í október í fyrra voru skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu og ákveðið að hætta nýrri þróun á sýndarveruleikaleikjum og við það minnkuðu umsvifin gríðarlega. Það varð ekki lengur þörf fyrir framkvæmdastjóra af neinni af skrifstofum CCP. Það kom mér ekki endilega á óvart og minn viðskilnaður við CCP var á mjög góðum nótum og ég fylgist auðvitað með fyrirtækinu áfram og held með því.“

Ýmislegt sameiginlegt með Landsvirkjun og CCP

Nú ertu komin yfir til Landsvirkjunar er það ekki allt annað kúltúrsamfélag heldur en tölvuleikjaheimurinn?

„Þetta er svolítið annar kúltúr, jú,“ viðurkennir Stefanía. „En ég sé líka ýmislegt sem er sameiginlegt og það er meira en fólk heldur. Það er gríðarlega mikil þekking inni í báðum fyrirtækjunum og mikil hollusta starfsmanna á báðum stöðum. Þetta eru fyrirtæki sem eru í mikilli þróun á nýjum aðferðum og lausnum og ég finn mig mjög vel í svoleiðis umhverfi. Þegar mér bauðst að fara inn í Landsvirkjun þá var ég í skýjunum yfir því. Þetta er einmitt svona tækifæri sem mér fannst akkúrat tímabært núna. Báðir þessir vinnustaðir halda líka vel utan um sitt fólk en auðvitað er margt öðruvísi. Nærri einn þriðji af starfsmönnum CCP á Íslandi er erlendur þannig að vinnutungumálið er enska og að vera með svona mörg þjóðerni innan fyrirtækis gerir það skiljanlega svolítið ólíkt öðrum fyrirtækjum á Íslandi. Svo er það auðvitað þannig að Landsvirkjun er rótgróið fyrirtæki, það er meira um ferla og hlutirnir í fastari skorðum en í tölvuleikjabransanum sem er miklu hraðari, það er bara eðli slíks fyrirtækis. Í staðinn ríkir meiri stöðugleiki og festa hjá Landsvirkjun.“

Landsvirkjun er samt í nokkurs konar ímyndarherferð til að breyta ásýnd fyrirtækisins, er það ekki?

„Jú. Landsvirkjun hefur verið að breytast mikið undanfarin ár. Gott dæmi um þær breytingar sem ég upplifi og sé er metnaðarfull jafnréttisstefna. Við kynntum í mars nýja heildstæða jafnréttisáætlun og aðgerðaáætlun í jafnréttismálum og þar eru sett fram markmið, mælikvarðar og umbótaverkefni. Eins og lög gera ráð fyrir er Landsvirkjun að fara í gegnum jafnlaunavottun en við erum að taka þetta miklu lengra. Við erum að taka menninguna fyrir, tala um hana, búa til verkefni sem fjalla um stöðu kynja í mismunandi stjórnunarlögum, tala um framgangs- og menntakerfi fyrir konur og svo hvernig er ráðið inn í fyrirtækið. Fyrir mig sýnir þetta að fyrirtækinu er alvara með þessu. Mér finnst mikilvægt að fyrirtæki gæti að jafnrétti og ég er bara ekki tilbúin að samþykkja að helmingur starfsmanna sé alltaf í minnihluta þegar kemur að stjórnunarstöðum. Á Íslandi eru ellefu prósent forstjóra konur og ástæðan er klárlega ekki að konur séu ekki hæfar í þessi störf til jafns við karla. Þetta er bara óafsakanlegur, kerfisbundinn halli og það þarf að laga hann. Það þarf hugrekki til að taka á þessu og ég er afskaplega stolt af mínum vinnustað og stjórnendum þar að sýna þetta hugrekki.“

„Ég held að þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir hér á landi séu að við þurfum að vera með stefnu í orkumálum og sú stefna þarf að endurspegla umhverfissjónarmið og markmið sem lúta að alþjóðavæðingu. Okkar umhverfismarkmið og umhverfissjónarmið geta ekki bara miðast við það hvernig hlutirnir eru hérna á Íslandi.“

Kolabrennsla í Kína kemur okkur við

Fyrir utan jafnréttið, hver eru stóru málin sem Landsvirkjun þarf að takast á við á næstu árum?

„Auðvitað er það þannig að stefna Landsvirkjunar er að fá sem mest fyrir auðlindina okkar. Ég er svo nýkomin þar inn að ég er sjálf að læra inn á það hvar tækifærin í framtíðinni liggja, en ég held að það séu mikil tækifæri fyrir Ísland almennt í orkumálum. Við eigum svo ofboðslega mikið af grænni orku og nú hef ég fundið á eigin skinni hvernig það er að búa í rosalega mengaðri borg og geri mér vel grein fyrir því að það að verið sé að brenna kol í Kína til þess að búa til alls konar hluti sem við svo kaupum er okkar mál, það kemur okkur við. Ísland er hluti af þessari plánetu og þetta kemur inn á okkar neyslumynstur og líka hvernig við ætlum svo að nota okkar orku. Að framleiða eitthvað á Íslandi með grænni orku gerir það að verkum að það er ekki verið að brenna kol einhvers staðar annars staðar til að framleiða það. Orkumál eru mjög stórt umhverfismál.

„Að framleiða eitthvað á Íslandi með grænni orku gerir það að verkum að það er ekki verið að brenna kol einhvers staðar annars staðar til að framleiða það. Orkumál eru mjög stórt umhverfismál.“

Mér finnst við Íslendingar stundum ekki átta okkur á því að það er jákvætt að við notum okkar grænu orku. Ég held að þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir hér á landi séu að við þurfum að vera með stefnu í orkumálum og sú stefna þarf að endurspegla umhverfissjónarmið og markmið sem lúta að alþjóðavæðingu. Okkar umhverfismarkmið og umhverfissjónarmið geta ekki bara miðast við það hvernig hlutirnir eru hérna á Íslandi.“

Nú er fjölskyldan búin að búa á Íslandi í rúmt ár, voru viðbrigðin eftir þriggja ára Kínadvöl ekkert erfið?

„Jú. Við komum heim í janúar í fyrra og dóttir mín var strax á þriðja degi orðin mjög þreytt á því að þurfa alltaf að klæða sig í svona mörg fötum. Þótt það verði alveg kalt í desember og janúar í Sjanghæ þá er það á öðrum skala þannig að hún var alls ekki vön því að þurfa að vera með húfu og í úlpu. Svo þurfti hún líka að venjast íslenska matnum. Hún var ekki hrifin þegar hún fékk kartöflur og fisk í fyrsta skipti á leikskólanum,“ segir Stefanía og skellihlær. „Miðjusonurinn sem verður þrettán ára á þessu ári var hins vegar mjög glaður að komast heim og geta aftur leikið sér úti með vinum sínum og við erum öll mjög ánægð með að vera komin heim. Og á meðan krakkarnir eru að klára skóla held ég að við verðum hér. Allavega næstu árin. Svo sjáum við til.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -