Að lokinni dagskrá gekk Eflingarfólk yfir í ráðhús Reykjavíkur. Þar hélt Sólveig Anna erindi og talaði meðal annars um laun borgarstjóra Reykjavíkur í samanburði við laun almennra starfsmanna borgarinnar.
Sólveig skrifaði færslu á Facebook í morgun um verkfallið. Þar skrifar hún m.a.: „Við höfum svipt hulunni af þeim raunveruleika sem hefur fengið að vaxa og dafna í borginni okkar, þar sem að fullvinnandi fólk sem starfar við undirstöðuatvinnugreinar fær rétt nóg útborgað til að standa skil á leigu, þar sem að konur með áratuga starfsreynslu fá 280.000 krónur útborgaðar, þar sem að óvænt útgjöld gera það að verkum að ekki er til peningur fyrir mat. Þetta eru staðreyndir, óumdeilanlegar, úr reykvískum raunveruleika. Við krefjumst leiðréttingar á kjörum okkar. Kröfum okkar er hægt að mæta með einföldum hætti,”
Sjá einnig: Reikna með að 3.500 börn verði sótt í hádeginu