Bára Halldórsdóttir varð þjóðhetja í augum langflestra Íslendinga þegar afhjúpaði viðbjóðslega og afar særandi umræðum þingmanna Miðflokksins á Klaustursbar fyrir nokkrum misserum síðan.
Þar varpaði Bára ljósi á hvernig þingmenn Miðflokksins ræddu sín á milli í nokkuð mikilli áfengisvímu um hrossakaup á embættisstöðum; töluðu með niðurlægjandi hætti um hinsegin fólk, konur og fatlaða.
Sjálf er Bára er fatlaður hinsegin aktívisti, sem hefur áratugum saman barist fyrir bættum kjörum öryrkja; langveikra; hinsegin fólks og þeirra sem minna mega sín í íslensku samfélagi.
En nú er svo komið að baráttu- og sómakonan og uppljóstrarinn Bára ætlar að bjóða sig fram til alþingis, býður sig fram fyrir Sósíalistaflokkinn. Og komist hún inn á þing er ekki ólíklegt að hún muni láta heyra vel í sér og afkasta miklu enda kraftmikil kona sem vill allt gera fyrir þá sem minna megin sín á Íslandi, og af þeim er því miður nóg.
Bára segir að réttindabarátta fatlaðs fólks sé ekkert annað en sjálfsvörn; ef það lætur ekki í sér heyra muni miskunnarlaust kerfið ræna því litla sem það eigi eftir frá þeim. Því er stjórnmálaþátttaka hennar sjálfsvörn gegn kerfi sem fatlað fólk átti takmarkaða aðkomu að að skapa.
Það er sómi að Báru að öllu leyti.
Heimild: stundin.is