Laugardagur 16. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Baráttukveðja til vinar í öndunarvél: „Minn kæri vinur, hann Bíla-Bergur, liggur nú þungt haldinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Minn kæri vinur, hann Bíla-Bergur liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi með með Covid-19 sjúkdóminn. Margir hafa haft samband til að forvitnast um stöðuna á kappanum, það eina sem ég hef getað sagt fólki er að vanmeta ekki Bíla-Berg, það hefur alltaf verið rangur reikningur þegar það er gert,“ skrifar Guðmundur Jón Sigurðsson um sjúkdómslegu félaga síns, Guðbergs Guðnasonar, sem er haldið sofandi í öndunarvél á Landspítalanum og háir þar harða baráttu við Covid 19. Guðbergur, sem er á áttræðisaldri, var lagður inn fyrir fimm dögum og hefur verið haldið sofandi síðan. Á föstudag lágu 23 sjúk­ling­ar Land­spít­ala vegna Covid-19. Meðal­ald­ur hóps­ins er 63 ár. Þrír af þeim sem voru á gjör­gæslu í önd­un­ar­vél.  

Þeir félagar eru báðir upphaflega frá Flateyri. Guðmundur, sem hefur skráð niður sögur frá lífshlaupi Bergs, birti færslu á Facebook- síðu sinni þar sem hann sendir vini sínum baráttukveðju og lætur í ljósi þá skoðun og von að Bergur muni hafa betur í baráttunni við vágestinn.

Bergur nýtur sín vel þar sem engu má muna

„Bergur hefur alltaf tekið alla hluti skrefi lengra en flestir og ævinlega komist upp með það þó ekki hafi mátt miklu muna á köflum. Það er meira rokk í Berg heldur en í nokkrum venjulegum rokkara. Sumir hafa verið að hafa áhyggjur af því hvort hann muni hafa þetta af, að vera haldið sofandi í öndunarvél svona lengi. Bergur hefur fleiri líf en almennt er úthlutað og gætir furðu hvað mörg hafa komið upp úr pokanum. Oft hefur hann verið meira handan lífs en hérmegin eftir veikindi og slys en pokinn hefur alltaf átt eitt eftir og svo mun verða nú sem fyrr,“ skrifar Guðmundur Jón.

Kraftaverk Bergs

Hann rifjar upp nokkur tilvik þar sem Bergur var í lífsháska en hafði betur eftir tvísýna baráttu.

„Bergur nýtur sín vel þar sem engu má muna og kraftaverkin sem hann hefur gert á bílum, vinnuvélum og nú næst öndunarvélum eru engu lík og ekkert sem jafnast á við það.

Hér er að lokum ein saga sem segir af fólki sem afskrifaði Berg vin minn: Á góðum sumardegi fyrir margt löngu var Bergur á rúntinum á Ísafirði á þróttmiklu mótorhjóli. Áhorfendur greinir á um hraða vélhjólsins og munar þar allmiklu. Bergur var með farþega á hjólinu, var að sýna honum kraftinn (Þar með útilokum við 50 km ferð). Hvar hann kemur upp aðalgötuna á Ísafirði er fólksbíll að snúa við á götunni og skiptir engum togum að hann lendir á bílnum. Lendir á stálbitanum á milli hurðanna vinstramegin og fór inn í miðjan bíl.

- Auglýsing -

Bergur og farþeginn hendast af hjólinu, farþeginn fannst inn í garði nokkuð frá vettvangi. Bergur flaug af hjólinu, yfir bílinn og í götuna. Ferðin hafði verið næg til þess að bíllinn kom þvers undan högginu og fór yfir Berg.

Vitni á vettvangi sagði mér síðar að þetta hafi verið ljót sjón enda augljóst að þetta væri búið fólk hafi farið að hlúa að farþegum bílsins enda engum dottið í hug að spá meira í Berg. Einhverjir drógu hann þó undan flakinu og þar kemur einhver átakafyllsta saga sem Bergur hefur sagt mér: „Þetta var svakalegt ég skynjaði allt umhverfið, heyrði hvert orð og skyldi. Sá fólkið sem var í sjónlínu en gat ekki hreyft legg né lið. Ekki hreyft augun eða neitt. Það var svakalegt þegar menn voru að ýta í mig með tánum og fullyrða að þetta væri búið ég væri greinilega steindauður“

En Bergur var ekki meira dauður en það að nokkrum dögum seinna var hann kominn í Vegavinnu inn í Djúpi á Bedfordinum sínum“.

- Auglýsing -

Guðmundur sagði í samtali við Mannlíf í gærkvöld að þótt ástandið væri tvísýnt vænti hann þess að Bergur myndi sigra. Hann sendir félaga sínum að lokum kveðju þar sem hann áréttar að þá trú sína að Bergir sigri í þessum slag eins og öðrum á lífsins leið.

„Þetta kennir okkur að sumt fólk á ekki að afskrifa of fljótt Guðbergur minn kæri, góða lukku og gangi þér sem fyrr allt í haginn“.

Færsla Guðmundar í heild sinni:

Minn kæri vinur, hann Bíla-Bergur liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi með með Covid-19 sjúkdóminn.

Margir hafa haft samband til að forvitnast um stöðuna á kappanum, það eina sem ég hef getað sagt fólki er að vanmeta ekki Bíla-Berg, það hefur alltaf verið rangur reikningur þegar það er gert.

Bergur hefur alltaf tekið alla hluti skrefi lengra en flestir og ævinlega komist upp með það þó ekki hafi mátt miklu muna á köflum.

Það er meira Rokk í Berg heldur en í nokkrum venjulegum rokkara.

Sumir hafa verið að hafa áhyggjur af því hvort hann muni hafa þetta af, að vera haldið sofandi í öndunarvél svona lengi. Þá er til þess að hugsa að Bergur hefur endalausa dellu fyrir vélum og ég skil ekki í að öndunarvélar geti verið undanskildar og hann mun áreiðanlega pæla í þeim næstu misseri, full viss þess að stilla megi þær aðeins betur. Svo má ekki gleyma að í svefninum eru konur allan sólarhringinn að snúast í kringum hann.

Það er engu líkara en að kallinn sé á heimavelli.

Bergur hefur fleiri líf en almennt er úthlutað og gætir furðu hvað mörg hafa komið upp úr pokanum. Oft hefur hann verið meira handan lífs en hérmegin eftir veikindi og slys en pokinn hefur alltaf átt eitt eftir og svo mun verða nú sem fyrr.

Bergur nýtur sín vel þar sem engu má muna og kraftaverkin sem hann hefur gert á bílum, vinnuvélum og nú næst öndunarvélum eru engu lík og ekkert sem jafnast á við það.

Hér er að lokum ein saga sem segir af fólki sem afskrifaði Berg vin minn:

Á góðum sumardegi fyrir margt löngu var Bergur á rúntinum á Ísafirði á þróttmiklu mótorhjóli.

Áhorfendur greinir á um hraða vélhjólsins og munar þar allmiklu. Bergur var með farþega á hjólinu, var að sýna honum kraftinn (Þar með útilokum við 50 km ferð)

Hvar hann kemur upp aðalgötuna á Ísafirði er fólksbíll að snúa við á götunni og skiptir engum togum að hann lendir á bílnum. Lendir á stálbitanum á milli hurðanna vinstramegin og fór inn í miðjan bíl.

Bergur og farþeginn hendast af hjólinu, farþeginn fannst inn í garði nokkuð frá vettvangi. Bergur flaug af hjólinu, yfir bílinn og í götuna. Ferðin hafði verið næg til þess að bíllinn kom þvers undan högginu og fór yfir Berg.

Vitni á Vettvangi sagði mér síðar að þetta hafi verið ljót sjón enda augljóst að þetta væri búið fólk hafi farið að hlúa að farþegum bílsins enda engum dottið í hug að spá meira í Berg.

Einhverjir drógu hann þó undan flakinu og þar kemur einhver átakafyllsta saga sem Bergur hefur sagt mér:

„Þetta var svakalegt ég skynjaði allt umhverfið, heyrði hvert orð og skyldi. Sá fólkið sem var í sjónlínu en gat ekki hreyft legg né lið. Ekki hreyft augun eða neitt.

Það var svakalegt þegar menn voru að ýta í mig með tánum og fullyrða að þetta væri búið ég væri greinilega steindauður“

En Bergur var ekki meira dauður en það að nokkrum dögum seinna var hann kominn í Vegavinnu inn í Djúpi á Bedfordinum sínum.

Þetta kennir okkur að sumt fólk á ekki að afskrifa of fljótt

Guðbergur minn kæri, góða lukku og gangi þér sem fyrr allt í haginn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -