Dómskvaddur geðlæknir telur Magnús Aron Magnússon vera sakhæfan en kemur það fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 2. ágúst síðastliðinn. Líkt og greint hefur verið frá er Magnús ákærður fyrir að hafa orðið nágranna sínum að bana í Barðavogi í júní.
Magnús er ákærður fyrir að hafa veist að Gylfa Bergmann Heimissyni, sparkað og kýlt hann þar sem hann lá í jörðinni. Auk þess er hann sagður hafa traðkað á honum, meðal annars á andliti og brjóstkassa með þeim afleiðingum að Gylfi lést á vettvangi. Magnús hefur neitað sök í málinu og sagði hann Gylfa hafa verið ógnandi, ætlað að ryðjast inn til hans og hafi því komið til átaka. Að mati lögreglu er Magnús talinn afar hættulegur en í úrskurði hérðasdóms kemur jafnframt fram að hann eigi sögu hjá lögreglu. Hefur hann hlotið dóm fyrir líkamsárás og barnaverndarbrot.