Laugardagur 11. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Barn flúði frá Úkraínu til Íslands án forráðamanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftirlit hefur nú verið aukið á landamærunum vegna aukinnar hættu á mansali með flóttafólk. Þrjú börn flúðu hingað til lands frá Úkraínu án forráðamanns en eru þau nú í umsjón barnaverndar. Eitt barnið hafi komið á eigin vegum en hin tvö hafi verið í fylgd með fullorðnum einstaklingum.

Á síðustu vikum hafa 377 einstaklingar frá Úkraínu sótt um vernd á Íslandi en búist er við allt að 900 manns til viðbótar á komandi vikum. Þegar hafa komið upp tilfelli um mansal erlendis en sagði Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs Ríkislögreglustjóra, í viðtali við Vísi að óprúttnir aðilar nýti sér neyð fólksins.
„Það eru farnar að koma staðfestingar á því að slík mál hafi komið upp erlendis,“ segir Pétur og bætir við að það sé mikilvægt að vera á varðbergi gagnvart stöðunni. „Ég veit til dæmis flugrekstraraðilar hafa brýnt fyrir sínu fólki að þekkja einkenni mansals, og ég veit líka að Isavia hefur gert það gagnvart sínu starfsfólki sem starfar í flugstöðinni“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -