Fimmtudagur 26. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Batamiðuð skaðaminnkun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skoðun

Eftir / Heiðu Björg Hilmisdóttur. 

Endurskoðun á stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum „heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir“ er að ljúka, ákveðið var að nota það hugtak í stað orðsins utangarðsfólk, sem hefur hin síðari ár sætt gagnrýni. Í Evrópu fjölgar fólki í þessum sporum og þar sem árangur er bestur er byggt á skaðaminnkandi hugmyndafræði og mikið samstarf er milli ríkis og sveitarfélaga. Ákveðið var að horfa til þessara þátta við mótun stefnunnar, auk þess sem það kom út úr miklu samráði við notendur, starfsfólk, og hagsmunaaðila.

Minnkum skaðann

Að vera heimilislaus með miklar og flóknar þjónustuþarfir hefur áhættu í för með sér fyrir heilsu, öryggi og líðan einstaklings, fólk upplifir sig valdalaust og oft ekki velkomið í samfélaginu. Hugmyndafræði skaðaminnkandi nálgunar hefur það að markmiði að draga úr þeim neikvæðu og hættulegu áhrifum sem notkun á vímuefnum og heimilisleysi hefur á einstakling, fjölskyldu hans og samfélagið allt.

Að mæta fjölþættum vanda fólks með umburðarlyndi og virðingu óháð því hvort einstaklingur stefnir að bata eða ekki, en þó alltaf með möguleika á stuðning til bata ef eða þegar einstaklingurinn kýs það. Forsenda þess að nýta sér þá þjónustu sem er fyrir hendi er hjá mörgum, að eiga sér samastað og geta haldið þar heimili. Þar kemur hugmyndafræðin um „húsnæði fyrst“ sterkt inn en hún miðar að því að koma fólki sem fyrst í húsnæði og að þangað komi þjónusta í takt við þarfir hvers og eins.

Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár þróað þá þjónustu með vettvangs- og ráðgjafateymi en ákjósanlegt væri að heilbrigðisþjónusta væri hluti af þeirri þjónustu sem býðst í nærumhverfi.

- Auglýsing -

Mætum þörfum

Fjölgun hefur verið í hópi heimilislausra undanfarin ár og samkvæmt greiningum eru nú um 90 sem bíða þess að fá úthlutað húsnæði fyrir fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Unnið er að því að fjölga íbúðum og smáhýsum um fjörtíu og fimm samtals, búsetuúrræðum fyrir sex konur með geð- og fíknivanda og boðinn verður út rekstur áfangaheimilis fyrir allt að þrjátíu manns.

Þetta ásamt hreyfingu fólks mun mæta núverandi þörf. Neyðarrýmum hefur verið fjölgað og lögð er áhersla á að þar sé engum vísað frá. Til lengri tíma viljum við þó fækka neyðarrýmum og koma í veg fyrir að fólk finni sig í þeim aðstæðum eða leiðist út í þær með því að aukna forvarnir ekki síst með tilliti til ungs fólks.

- Auglýsing -

Fordómar og valdefling

Ástæður heimilisleysis eru margar og við eigum að valdefla einstaklinginn til að mynda til að standa straum af rekstri heimilis, hafa tækifæri til virkni og vinna úr áföllum. En það sem væri þó mest valdeflandi er ef okkur tækist í sameiningu að vinna á fordómum samfélagsins. Við eigum öll þetta samfélag og það er mikilvægt fyrir heilbrigði og vellíðan okkar allra að þar sé rými fyrir okkur öll.

Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður Velferðarráðs Ráðhús Reykjavíkur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -