Í færslu sem er birt á Facebook-síðu BDSM-félagsins á Íslandi kemur fram að félagið taki við Hatara-búningum landsmanna nú þegar Eurovision er yfirstaðið.
„Núna þegar Eurovision-æðið er að renna af landsmönnum, þá viljum við benda á að við munum með glöðu geði, taka við fatnaði, keðjum, göddum, ólum og slíku sem kann að hafa safnast fyrir í skápum, svo fátækt BDSM-fólk fari nú ekki í ólaköttinn. Að sjálfsögðu hvetjum við fólk til að nota slíkan búnað áfram, á öruggan hátt, en við hvetjum til endurnýtingar ef séð verður fram á að þetta muni safna ryki,“ segir meðal annars í færslunni.
Þá er fólk hvatt til að hugsa á umhverfisvænum nótum og endurnýta eða gefa þann búnað og klæði sem það keypti í aðdraganda Eurovision, þegar Hatara-æðið stóð sem hæst.
Sjá einnig: Aðeins um 12% „BDSM-fólks“ í búningum