Rosaleg biðröð er við Laugardalshöllina þar sem fólk bíður í ofvæni eftir að fá seinni sprautuna af bóluefni AztraZeneca. Bæði er um að ræða fólk sem fékk boð um mætingu í sprautu og fólk sem fékk ekki boð en er engu að síður mætt í röðina og bíður upp á von og óvon eftir sprautu. Biðröðin er margra kílómetra löng. Víst er að margir geta raulað með sér Stuðmannalagið góða: Biðröð, biðröð, bráðum kemst ég að.
Það greindust fjórir með kórónuveiruna á Íslandi í gær; allir sem greindust voru í sóttkví. Þetta kemur fram á Covid.is.

Staðan í dag er nú þannig að í einangrun eru nú 50 manns, en voru tveimur færri í gær, en í sóttkví eru nú 248, sem er einum færri frá því á föstudag. Þá eru núna 1784 manns í skimunarsóttkví og einn er á spítala. Þrír greindust með Covid 19 á landamærunum í gær, og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar.