Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

KK beðinn um eiginhandaáritanir í Frakklandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

KK var við tökur á lokahluta seríunnar Sense8 í París.

Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, var nýverið við tökur á hinni geysivinsælu Netflix-seríu Sense8 í París. Æsispenntir aðdáendur fylgdust spenntir með öllu sem fór fram. „Þættirnir eru greinilega mjög vinsælir þarna, mjög stórir, því þarna var aðdáendahópur fyrir utan hótelið okkar allan sólarhringinn að reyna að sjá glitta í stjörnurnar,“ segir KK, sem fór sjálfur ekki varhluta af allri athyglinni og ekki í fyrsta sinn.

„Ég lenti nú bara í því þegar ég var í fríi í París í haust að vera stoppaður úti á götu af ungu fólki sem hrópaði: „Guð minn góður ert þetta þú! Má ég fá eiginhandaráritun!“ Og spurði svo hvort ég væri til í að sitja fyrir með þeim á sjálfu. Í Bandaríkjunum lenti ég í svipuðu dæmi. Þetta er svolítið skrítið, maður hefur aldrei upplifað það að vera „heimsfrægur“,“ segir hann kíminn.

„… vissulega er þetta búið að vera mikið ævintýri fyrir óvanan mann eins og mig, að fá hlutverk sem ég átti aldrei von á að landa og fá að vinna með öllu þessu stórkostlega listafólki … og kynnast þessari hlið á kvikmyndabransanum.“

Í París var verið að taka upp lokahluta Sense8 en KK leikur föður einnar aðalpersónunnar, hinnar íslensku Riley. Með í för voru Eyþór Gunnarsson og Lilja Þórisdóttir sem bæði fara með hlutverk í þáttunum. Stemningin var góð og segir KK að miklir fagnaðarfundir hafi orðið þegar leikararnir hittust, enda búnir að vinna áður saman að tveimur seríum og einni Sense8-mynd. Hann viðurkennir að það hafi hins vegar verið svolítið undarleg tilfinning að skjóta í nístandi kulda um hámiðja nótt í nánast mannlausum Eiffel-turni, þar sem lokatökurnar fóru fram.

En er ekkert skrítið að kveðja þessa persónu, píanóleikarann Gunnar, sem þú ert búinn að leika í ein fjögur ár? „Nei, í raun og veru ekki,“ svarar hann blátt áfram. „En vissulega er þetta búið að vera mikið ævintýri fyrir óvanan mann eins og mig, að fá hlutverk sem ég átti aldrei von á að landa og fá að vinna með öllu þessu stórkostlega listafólki, leikurunum og ekki síst leikstjórunum Lönu og Lily Wachowsky með sína einstöku sýn á hlutina og kynnast þessari hlið á kvikmyndabransanum. Auðvitað var þetta langt út fyrir minn þægindaramma, en ég hafði gott fólk í kringum mig, fékk stuðning frá Andreu Brabin, leiklistarkennslu hjá Kára Þórssyni og píanókennslu hjá Snorra Sigfúsi Birgissyni sem kenndi mér að spila á píanó í þykjustunni, svo ég yrði nú trúanlegur sem heimsklassa píanókonsert leikari,“ segir hann og brosir.

Hefurðu hugsað þér að leika eitthvað meira? „Nei, ég hef ekkert verið að sækjast eftir því. Er ekki einu sinni með umboðsmann,“ svarar hann hógvær. „Þetta var bara skemmtileg reynsla.“

Aðalmynd: Í Sense8 fer KK með hlutverk píanókonsert leikararns Gunnars, sem er vinsæl persóna meðal aðdáenda þáttanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -