Fiskiveiðibáturinn Kambur sökk undan strönum Suðureyjar í Færeyjum í gærmorgun. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir vegna tveggja sem enn er saknað. Mennirnir eru taldir hafa verið innanborðs þegar báturinn sökk. Þeir eru 47 og 57 ára. Kringluvarpið og Rúv greina frá.
14 af 16 manna áhöfn var bjargað með þyrlu. Í fyrstu ferð þyrlunnar komust 13 manns um borð en sökum hámarksþyngdar bar þyrlan ekki fleiri. Sá sem eftir varð hélt dauðahaldi í skipið í um þrjár klukkustundir án nokkurs hlífðarklæðnaðar. Sá liggur enn á sjúkrahúsi.
Var áhöfnin sem bjargað var í gærmorgun flutt á nærliggjandi sjúkrahús. 13 af þeim 14 hafa verið útskrifaðir og komnir til síns heima, segir á Kringluvarpið þar sem haft er eftir Hanus Toftheyggj, forstjóra sjúkrahússins á Suðurey.
Líkamlegt ástand mannanna er talið gott en andlega illa brugðið sökum slyssins. Var áhöfninni boðið að dvelja lengur undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks en allir að einum undanskildum, eins og áður hefur komið fram, vildu heim til fólksins þeirra.