Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Beittu eggvopni í árásunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eitt og annað kom til kasta lögreglu í gær. Þar á meðal fjórar líkamsárásir.

Í tveimur árásunum var eggvopni beitt. Fyrst í gærkvöldi þegar karlmaður með eggvopni réðist á annan mann á Ingólfstorgi og veitti honum áverka á hálsi. Var árásarmaðurinnn horfinn af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku. Þá réðist karlmaður vopnaður eggvopni á konu í Austurbænum á fimmta tímanum í nótt. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Lögreglu bárust tilkynningar um tvær aðrar líkamsárásir. Ráðist var á ungar stúlkur við Barónsstíg skömmu eftir miðnætti. Árásarmennirnir, tveir piltar og stúlka, voru farin af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Forráðamönnum og Barnavernd var tilkynnt um málið. Ekki voru skráðir áverkar á stúlkunum.

Þá var ráðist á ungmenni í Árbænum á fjórða tímanum í nótt. Árásamaðurinn var farinn þegar lögregla mætti. Ekki eru skráðir áverkar á börnunum. Voru Barnavernd og forráðamenn látin vita.

Lögregla hefur öll málin til rannsóknar, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -