Tveir aðilar voru handteknir og einn aðili fluttur á slysadeild eftir vopnaða árás á kránni Álfinum, sem er í Breiðholti – seint í gærkvöldi.
Það er fréttamiðillinn Vísir sem greindi fyrst frá, og samkvæmt heimildum fréttastofu Vísis leikur grunur á að hamri hafi verið beitt við árásina.
Hjördís Sigurbjartsdóttir – sem er aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu – sagði atburðarás gærkvöldsins afar óljósa; enda hafi ekki enn náðst að yfirheyra mennina sem eiga í hlut.
Aðili sá er fluttur var á slysadeild er eigi alvarlega særður; Hjördís segir lögreglu þó ávallt líta það afar alvarlegum augum er eggvopni er beitt við árás.
Hjördís vill eigi staðfesta hvers konar vopn var notað í gærkvöld, einungis að um barefli hafi verið að ræða.
Samkvæmt heimildum fréttastofu Vísis leikur grunur á að hamri hafi verið beitt, eins og áður sagði.