þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum blaðamaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson benir á ósamræmi í málflutningi félags- og vinnumálaráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar.
Gagnrýndi Guðmundur Ingi ráðherra í upphafi vikunnar stefnu dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, í málefnum útlendinga hér á landi, en Jóhann Páll bendir réttilega á að á mánudaginn hafi sami Guðmundur Ingi virst vera mjög ánægður með útlendingastefnu ríkisstjórnar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks:
„Á mánudaginn var Guðmundur Ingi hæstánægður með útlendingastefnu ríkisstjórnarinnar og gat hreinlega ekki setið undir gagnrýni á hana. Daginn eftir segist hann vera óánægður með vinnubrögð og nálgun ráðherrans sem fer með útlendingamál í ríkisstjórninni.“ ritar Jóhann Páll um leið og hann vísar í frétt moggans þar sem Guðmundur Ingi sagði meðal annars:
„Hvers vegna er það sem Íslendingar hafa núna síðan árið 2018, og þá minni ég á þá staðreynd að Katrín Jakobsdóttir tók við sem forsætisráðherra árið 2017, í síauknum mæli tekið á móti fleira og fleira fólki, svo munar hundruðum? Það er jákvætt. En samt þarf maður að sitja undir því að hér sé verið að gera minna en aðrir eða önnur lönd.“ sagði Guðmundur Ingi þá, en degi síðar sagði hann eftirfarandi þegar hann var spurður hvort algjör eining væri innan ríkisstjórnarinnar sem hann ásæti í:
„Nei það er ekki rétt, og ég gerði mjög alvarlegar athugasemdir við þá vegferð sem ráðherrann er á á ríkisstjórnarfundi í morgun.“
Það er því ekki nema von að Jóhann Páll spyrji nú hvað sé í gangi hjá Guðmundi Inga og nefnir einnig að honum þyki orð ráðherrans ekki vera af dýrari gerðinni ef engar aðgerðir fylgi.
„Hvort eigum við að taka mark á mánudags-Guðmundi eða þriðjudags-Guðmundi? Mér líst betur á þann seinni. En orð eru ódýr ef aðgerðir fylgja ekki.“