Föstudagur 17. janúar, 2025
-2.8 C
Reykjavik

Benedikt páfi hitti Sigrúnu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er lenska hér að þegar frægðarmenni falla frá keppist landinn við að birta af sér myndir með þeim fallna eða segja frá snertingum við hinn látna. Einar Kristinn Guðfinnsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, og eiginkona hans, Sigrún Þórisdóttir hittu Benedikt páfa 16 í Vatíkaninu forðum. Það var að sögn Einars merkisviðburður fyrir páfann.

„Einn af hápunktunum í lífi Benedikts 16. páfa, sem jarðsettur er í dag, var þegar hann hitti Sigrúnu konu mína suður í Vatíkaninu í Róm, skömmu eftir að hann tók við páfadómi,“ skrifar Einar á Facebook og birtir mynd með.

Einar telur að Sigrún hafi verið einna fyrst Íslendinga að taka í hönd páfans. „Þetta var hátíðleg stund, páfinn vingjarnlegur og glaðlegur og blessaði okkur eins og vera ber við svona tækifæri,“ segir Einar. Hann getur ekki um önnur samskipti en þau að páfinn heilsaði þeim en harmar að komast ekki í jarðarför þessa kunningja síns.

„Því miður eigum við þess ekki kost að fylgja honum síðasta spölinn, en blessuð sé minning hans,“ skrifar Einar …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -