Benedikt Jóhannesson hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn Viðreisnar, en þar hefur Benedikt setið í frá stofnum flokksins fyrir sjö árum síðan.
Benedikt hefur látið eftir sér hafa um málið að hann hafi einfaldlega ekki getað hugsað sér að sitja í stjórninni í kjölfar þess að hann fékk ekki sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar í haust.
Benedikt er ekki sáttur með framgöngu formanns Viðreisnar, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur; segir enn fremur að það hafi verið lögð mikil áhersla á það frá Þorgerði Katrínu að byrjað væri á því að kynna lista Viðreisnar í landsbyggðarkjördæmunum þar sem líklegt væri var að karlmenn vermdu efstu sætin og að það hefði síðan verið notað sem röksemd að í Reykjavík og í Kraganum yrðu að vera konur til þess að kynjajafnrétti myndi nást.
Benedikt segir það öllum vera deginum ljósara að um hannaða atburðarás sé að ræða.
En mun Benedikt, stofnandi Viðreisnar, verða áfram í flokknum eða jafnvel stofna nýjan flokk? Heimildir Mannlífs herma að í bígerð hjá Benedikti og stuðningsmönnum hans, sem finnst illa vegið að stofnanda Viðreisnar, sé stofnun nýs stjórnmálaflokks.
Hann nefnir að slíkt sé ekki útilokað og að fjölmargir hafi haft samband við hann og lýst yfir stuðningi við hann og viðrað hugmyndir um stofnun nýs stjórnmálaflokks. Það muni hins vegar tíminn einn að leiða í ljós.