Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Benedikt segir sig úr framkvæmdastjórn Viðreisnar – Þorgerður sögð að baki aðför að stofnandanum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bene­dikt Jó­hann­es­son hefur sagt sig úr fram­kvæmda­stjórn Viðreisnar, en þar hefur Benedikt setið í frá stofnum flokksins fyrir sjö árum síðan.

Benedikt hefur látið eftir sér hafa um málið að hann hafi einfaldlega ekki getað hugsað sér að sitja í stjórninni í kjöl­far þess að hann fékk ekki sæti á lista flokks­ins í Reykja­vík fyrir komandi alþingiskosningar í haust.

Bene­dikt er ekki sáttur með fram­göngu for­manns­ Viðreisnar, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur; segir enn fremur að það hafi verið lögð mik­il áhersla á það frá Þorgerði Katrínu að byrjað væri á því að kynna list­a Viðreisnar í lands­byggðar­kjör­dæmun­um þar sem líklegt væri var að karl­menn vermdu efstu sætin og að það hefði síðan verið notað sem röksemd að í Reykja­vík og í Krag­an­um yrðu að vera kon­ur til þess að kynja­jafn­rétti myndi nást.

Benedikt seg­ir það öll­um vera deginum ljósara að um hannaða at­b­urðarás sé að ræða.

En mun Benedikt, stofnandi Viðreisnar, verða áfram í flokknum eða jafnvel stofna nýjan flokk? Heimildir Mannlífs herma að í bígerð hjá Benedikti og stuðningsmönnum hans, sem finnst illa vegið að stofnanda Viðreisnar, sé stofnun nýs stjórnmálaflokks.

Hann nefnir að slíkt sé ekki útilokað og að fjölmargir hafi haft samband við hann og lýst yfir stuðningi við hann og viðrað hugmyndir um stofnun nýs stjórnmálaflokks. Það muni hins vegar tíminn einn að leiða í ljós.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -