Föstudagur 15. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Benni Hemm Hemm fékk eldingu í höfuðið: „Í kjölfarið vissi ég nákvæmlega hvað ég ætti að gera“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er Benedikt Hermann Hermannsson sem flestir þekkja sem Benna Hemm Hemm. Þessi öflugi tónlistarmaður er fæddur á ári Vigdísar, 1980, sem gerir hann 42 ára.

Benni Hemm Hemm kom fyrst fram á sjónarsviðið með plötu undir sama nafni, árið 2006 en ári áður hafði hann verið valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum. Þó að Benni hafi verið duglegur að gefa út lög lenti hann í kulnun, áður en það var komið nafn á það fyrirbæri. Á þeim tíma forðaðist hann að halda tónleika og að vekja athygli á tónlist sinni en hélt þó áfram að semja.

Í viðtali við Fréttablaðið árið 2019 sagðist Benni svo hafa fengið eldingu í höfuðið og hefur hann verið hálf óstöðvandi síðan.

„Þannig að ég hef verið að gera tónlist en hef hálfpartinn verið einn inni í herbergi eins og unglingur að fela sig í fjölskylduboði. Líklega er þetta einhverskonar unglingaveiki atvinnutónlistarmannsins, segir Benni sem hrökk skyndilega í gírinn þegar hann fékk það sem hann kallar „eldingu í höfuðið“ ekki alls fyrir löngu,“ líkt og segir í viðtalinu.

„Í kjölfarið vissi ég nákvæmlega hvað ég ætti að gera og fór að semja og taka upp eins og brjálæðingur og hef verið að því síðan,“ sagði Benni sem hefur síðan þá gefið út fjórar plötur, þrjár árið 2020 og eina árið 2021.

Mannlíf óskar þessum duglega tónlistarmanni innilega til lukku með daginn!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -