Laugardagur 4. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Bensínsprengjunni í nótt var kastað í íbúð Jóns Péturs: „Þeir eru ekkert að fara að hætta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bensínsprengju var kastað á svalirnar á íbúð Jóns Péturs Vågseið og konu hans í Hraunbæ í Árbæjarhverfi  í nótt. Þetta er í þriðja sinn sem bensínsprengjum er beitt gegn Jóni og konu hans. Fyrir rúmum tveimur árum var kveikt í bifreið nágrannakonu þeirra í Árbæ í misgripum fyrir bifreið Jóns Péturs. Fyrir nokkrum vikum var svo eldsprengu kastað í glugga á heimili þeirra, eins og Mannlíf greindi frá. Þá var Jón í varðhaldi vegna stungumálsins á Bankastræti Club og árásinni beint gegn konunni hans.

Mannlíf heyrði í Jóni Pétri fyrir stundu, og var honum eðlilega brugðið:

„Ég svaf ekki dúr í nótt, enda er þetta ansi svakalegt að lenda í, og það í annað sinn á skömmum tíma,“ segir Jón Pétur og bætir við:

„Ég er svo sem öllu vanur; vann lengi sem öryggisvörður og hef séð eitt og annað í gegnum tíðina. En ég bý í hverfi þar sem fullt af fjölskyldufólki býr – fólk með börn, og eðlilega eru allir óttaslegnir og mér þykir það miður.“

Aðkoman var skelfileg eins og sést.

Jón Pétur Vågseið var einn þeirra sem fóru inn á Bankastræti Club þar sem menn úr svokölluðum „Latínohópi“ voru saman komnir.

Þar brutust út slagsmál sem enduðu með því að tveir menn voru stungnir, báðir úr fyrrnefndum hópi.

- Auglýsing -

Jón var sagður vera foringi hópsins sem réðst inn á skemmtistaðinn en hann var handtekinn og sat inni í sex daga.

ég er meira með áhyggjur af fólkinu hér í kring

Jón Pétur ræddi málið í viðtali við Reyni Traustason í þættinum Mannlífið fyrir skemmstu:

„Við ætluðum að fara þangað til að fá þessa menn til þess að láta konurnar okkar og fjölskyldur í friði. Þeir voru búnir að vera síðustu viku að henda bensínsprengjum, mæta með sveðjur og senda fullt af hótunum. Áður en við fórum af stað vorum við búnir að fá upplýsingar um að þeir væru að leita að heimilisföngum og vinnustöðum hjá konunum okkar,“ sagði Jón Pétur.

- Auglýsing -

Jón Pétur segir að honum finnist óeðlilegt að nú séu einungis þrír af þeim 17 sem eru í svokölluðum Latinohópi í fangelsi og hann vill að lögreglan taki mun harðar á þessum aðilum en gert hefur verið:

„Þeir eru ekkert að fara að hætta, það er á hreinu. Þeir voru byrjaðir á þessu fyrir þremur árum og það er ekkert lát á; löggan keyrir bara um og er vissulega sýnileg, en þeir þurfa að gera mun meira; það verður að stoppa þetta en það virðist hreinlega ekki hægt eins og ástandið er.“

Hvernig líður þér eftir nóttina?

„Eins og ég sagði þá er ég ýmsu vanur; ég ólst upp í Færeyjum þar sem var mikill rasismi og ég fékk alveg að kenna á því af því að ég er brúnn. En ég er meira með áhyggjur af fólkinu hér í kring en sjálfum mér, og það segir sig sjálft að þessu verður að linna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -