Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Bensínstöðvar á „dauðalista“ borgarstjóra. – Olís Álfheimum fargað – „Olíufélögunum til hróss“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dagur borgarstjóri fór mikinn á Twitter í dag og byrjaði fréttir sínar á því að tilkynna „að borgarráð samþykkti í morgun samninga við þrjú stærstu olíufélögin um þriðjungs fækkun bensínstöðva í Reykjavík á næstu árum. Í staðinn koma íbúðir og hverfistengd þjónusta. Dælum fækkar um þrjátíu og þrjú prósent.

Á meðal bensínstöðva sem eru á „dauðlista“ Dags er hin fornfræga Olís Álfheimum.

Í færslunum fer Dagur yfir það hvaða bensínstöðvar fjúka og hvað mun koma í staðinn.

Til dæmis hverfur bensínstöð Skeljungs á Birkimelnum í Vesturbænum og verða byggðar þar íbúðir með þjónustu á jarðhæð. Einnig mun Útibú N1 á Ægissíðunni hverfa; þar verða einnig íbúðir: „Löngu tímabært að leggja af bensínsölu á þessum stað,“ segir borgarstjórinn og bætir við í Álfheimum mun bensínstöð Olís verða rifin. Með því losnar pláss fyrir fjörutíu og níu íbúðir á góðum stað í borginni.

Önnur bensínstöð Olís – í Mjóddinni hverfur og í stað hennar koma tvær dælur og pláss til að þróa íbúðarhúsnæði.

Þá hverfur ÓB bensínstöðin á Snorrabrautinni og segir Dagur segir að í hennar stað muni rísa þar fallegt borgarhús.

- Auglýsing -

N1 á Hringbraut og í Stóragerði verða rifnar sem og N1 í Skógarseli.

Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð er á lista Dags, en þar munu verða byggðar íbúðir auk atvinnuhúsnæðis.

Þá nefnir Dagur að bensínstöð Skeljungs við Suðurfell verði rifin, en lóðin mun skiptast í tvennt og segir Dagur að það muni skapa verulegt uppbygginguarsvæði.

- Auglýsing -

„Allir þessir samningar eru olíufélögunum til hróss. Saman erum við að feta okkur í átt að grænni framtíð með góðri borgarþróun. Borgin beitir samningum og grænum hvötum til að ná margþættum markmiðum: í loftslagsmálum, þéttingu byggðar, eflingu íbúðahverfa og bættum lífsgæðum,“ voru lokaorð Dags um þessa miklu fækkun bensínstöðva í höfuðborginni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -