Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

„Ber litla virðingu fyrir fólki sem hótar mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Birgitta Jónsdóttir segir það vissulega hafa verið áfall að hlusta á fyrrverandi samstarfsfólk úthúða sér á opinberum fundi en hún hafi tekist á við erfiðari hluti í lífinu og hafi ekki áhuga á að munnhöggvast opinberlega. Pólitík sé brútal vinnuumhverfi og þeir sem ekki geti tekið því endist ekki lengi.

Eftir uppþotið á fundinum margumtalaða hefur Birgitta líka fengið mikinn stuðning frá samstarfsfólki og óviðkomandi aðilum og hún segist óendanlega þakklát fyrir það.

„Það hefur verið alveg ótrúlegt,“ segir hún. „Mér þykir vænt um að hafa fengið stuðning frá og heyrt í fólki sem ég hef unnið með miklu lengur en þessu fólki sem þarna er um að ræða. Það streyma til mín fallegar hugsanir og hlýjar kveðjur og ég finn að fólki er dálítið misboðið vegna þess að þetta virðist ekki ætla að taka neinn enda.

Ég hef ítrekað sagt við blaðamenn að ég vilji ekki tala um þetta, ég hef engan áhuga á að fara á þetta plan. Auðvitað hafa allir eitthvert álit á framkomu fólks en þegar maður er í pólitík þá er það ofboðslega brútal vinnuumhverfi og maður verður að vera mjög sterkur til þess að geta náð árangri þar, sérstaklega þar sem ég og nánast allir sem ég var með á þingi voru nýliðar. Maður þarf að læra þetta allt saman jafnóðum og það sem mér finnst bagalegast við það hvernig þingið er orðið núna er hve ofboðslega hröð endurnýjun er þar. Þeir sem eru búnir að vera þar lengst kunna á kerfið þannig að það er afskaplega auðvelt að afvegaleiða nýja fólkið svo að það nær ekki að sinna því sem það brennur fyrir og var kosið til að koma í framkvæmd. Þegar það eru svo komnir átta flokkar inn á þing þá er þetta orðið svo brotakennt að það myndast ekki einu sinni sterk stjórnarandstaða sem nær saman um mál. Það eru engir sammála um neitt og allir fullir af óþoli gagnvart öðrum.

Ég lenti sjálf í því á mínu fyrsta kjörtímabili að vera í stjórnarandstöðu með Bjarna Ben og Sigmundi Davíð sem var auðvitað fáránlegt. Ég man að við í Borgarahreyfingunni móðguðum Sjálfstæðisflokkinn rosalega mikið og ég fékk hótanir um að þetta yrði mér dýrt, þegar við ákváðum að fara í nefndarsamstarf við meirihlutann.

„Ég man að við í Borgarahreyfingunni móðguðum Sjálfstæðisflokkinn rosalega mikið og ég fékk hótanir um að þetta yrði mér dýrt, þegar við ákváðum að fara í nefndarsamstarf við meirihlutann.“

Ég ber sérstaklega litla virðingu fyrir fólki sem hótar mér og það var mjög skrýtið að þurfa að vera í samstarfi við fólk sem maður myndi aldrei tala við annars.

Ég hef reyndar komist að því og finnst það ógeðslega fyndið að bók sem ég þýddi einu sinni og heitir Lífsreglurnar fjórar er bók sem mínir pólitísku andstæðingar vitna mikið í og flestir þeirra virðast ekki vita að ég þýddi hana. Ég held reyndar að þeir þurfi að lesa hana aftur af meiri kostgæfni. Ein reglan er til dæmis sú að vera flekklaus í orðum og gæta að sannleikanum. Það er ekki í miklum heiðri haft.“

- Auglýsing -

Sjá einnig: „Ber engan kala til þessa fólks“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -