Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Berglind Hilmarsdóttir, miðill og heilari: Að geta verið þetta millistykki er mér heiður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Tilgangur námskeiðsins er að fræða fólk um erkienglana og englana, að þau kynnist þeim og taki þá inn í daglegt líf sitt, læri að tengjast þeim og geti kallað þá til sín,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, miðill og heilari, sem heldur bráðlega námskeið í englafræði. Samkvæmt lýsingu munu þátttakendur fræðast um erkienglana 15, störf þeirra og hvað þeir geta hjálpað fólki með, kristallana sem hægt er að nota í samvinnu með englunum og fólk mun tengja sig inn á hvern þeirra.

Berglind Hilmarsdóttir
Berglind Hilmarsdóttir

Fyrir mér eru englarnir ljósverur sem aðstoða að öllu leyti í lífinu í ljósi og kærleika, umhyggju og heilun. Englarnir birtast okkur oft í þeirri mynd sem við þurfum. Ef það er til dæmis styrkur, hugrekki, heilun, von, þrautsegja, gleði og hamingja fáum við það ef við erum tilbúin til þess að taka á móti því því þeir mega ekki taka fram fyrir okkar frjálsa vilja. En ef við viljum hjálpina fáum við hana margfalt.“

Ég sé þá skýrt og greinilega.

Berglind segist vinna mikið með englunum, miðla frá englunum skilaboðum og heila fólk með englunum. „Ég sé þá skýrt og greinilega. Og eitt af því sem ég kenni öllum mínum nemendum er hversu auðvelt er að tengjast og finna fyrir þeim.“

Berglind Hilmarsdóttir

Margir heimar

Berglind segist hafa verið mjög ung þegar hún fór að sjá og upplifa ýmislegt í kringum sig og að hún hafi haft vit á að þau sem hún sá og skynjaði vildu hjálpa.

- Auglýsing -

„Hins vegar á einhverjum tímapunkti lét móðir mín heitin „loka á þetta hjá mér“ þar sem hún hefur eflaust talið að þetta væri orðið of mikið fyrir barnssálina í mér. Horfandi til baka lokaðist aldrei alveg á þetta og fyrir mér var mjög auðvelt að opna á þetta „aftur“.“

Ég sé þá sem eru farnir, ég sé aðrir víddir svo sem englana.

Berglind segir að þessi hæfileiki fylgi sér í sínu daglega lífi. „Dóttir mín hefur hins vegar alltaf talað um að mamma vissi ALLTAF ALLT. Ég vissi alltaf hvort kynið bræður mínir áttu von á þegar von var á barni. Ég var mjög berdreymin en verð að viðurkenna að það gat verið heldur óþægilegt. Að sjá þá að handan er mitt daglega líf en ég að sjálfsögðu hef fulla stjórn á hvenær og hvort ég vilji sjá þá. Ég sé þá sem eru farnir, ég sé aðrir víddir svo sem englana og ég sé, skynja og nem náttúruverur.“

Hún segist sem barn hafa séð konu í ruggustól sem hræddi sig en að annars hræði sig lítið.

- Auglýsing -

„Það sem gefur mér mest er að tengja aðra við ljósið, englana og verndara sína. Og það að gefa fólki svör sem það hefur jafnvel leitast eftir lengi, von eða vissu. Það gefur mér mest. Að geta verið þetta millistykki er mér heiður sem ég tek ekki sem sjálfsögðum hlut og met mikils.“

Hefur þessi hæfileiki tekið eitthvað frá Berglindi? „Ég myndi ekki segja að þetta hafi tekið neitt frá mér nema stundum orku.“

Dauðinn fyrir mér eru endalok eins kafla.

Hún segir að fyrir sér séu þetta margir heimar, margar víddir, og fari það eftir aðstæðum í hvert og eitt skipti inn á hvað hún stilli sig. „Og það er eins og að það séu engin takmörk hvað við getum fengið að sjá, skynja og nema ef við viljum og erum  tilbúin til.“

Hvað er dauðinn í huga Berglindar?

„Dauðinn fyrir mér eru endalok eins kafla, þessarar jarðvistar, og við tekur ljósið, kærleikurinn og allt þetta fallega.“

 

Yfirþyrmandi sorg

Hvað hefur mótað Berglindi mest í lífinu ótengt þessum hæfileika?

„Það var þegar ég eignaðist dóttur mína og síðar þegar að ég gerðist þreföld amma. Það er fátt sem mótar mann jafnmikið á jafnfallegan hátt og þegar nýtt líf kviknar og hvað þá þegar það veitir manni nýtt hlutverk.

Ástvinamissir hefur svo að sjálfsögðu sett sín spor og er það eitthvað sem mótar mann og maður tekur með sér áfram í lífið. En þá getur líka verið kostur að geta tengst þeim, séð og fundið hvað þau eru á fallegum stað og hvað þeim líður vel.“

Hins vegar hefur það hjálpað mér alveg gríðarlega að vita af þeim á góðum stað.

Berglind segir að erfiðasta lífsreynsla sem hún hefur gengið í gegnum sé þegar hún missti foreldra sína og tvö systkini. „Það er erfitt með orðum að lýsa hvernig það hefur haft áhrif á mig og líf mitt, enda yfirþyrmandi sorg sem ekki er hægt að lýsa. Hins vegar hefur það hjálpað mér alveg gríðarlega að vita af þeim á góðum stað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -