Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Berglind og Sara misstu föður sinn úr krabbameini: „Hvetjum karlmenn til að leita sér ráðgjafar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar faðir systranna Berglindar Amy Guðnadóttur og Söru Daggar greindist með krabbamein kynntust þær Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

„Ég er ekki viss að við hefðum komist í gegnum þetta án ráðgjafarþjónustunnar segir Berglind.

„Við gátum alltaf leitað til hennar, það skipti í raun engu máli hvar eða hvenær það var. Hvort sem það var í gegnum tölvupóst, síma eða kíkja í heimsókn,“ segir Sara, en faðir systranna lést síðastliðið haust og að þeirra sögn reyndist ráðgjafi Krabbameinsfélagsins honum einstaklega vel; allt þar til yfir lauk.

Þær hvetja alla til að nýta sér þjónustuna ef krabbamein greinist; jafnt krabbameinsgreinda og aðstandendur.

Berglind og Sara segja að ráðgjafarþjónustan hafi skipt föður þeirra, Guðna, miklu máli og þær systur líka og gerir enn.

Þær systur upplifðu þetta þannig að ráðgjafinn hefði gert hvað sem er fyrir þær og föður þeirra; sama hver spurningin var þá hefði ráðgjafinn grafið upp svarið;  jafnvel með skóflu.

- Auglýsing -

Sara Dögg segir að „samtölin sem faðir okkar átti við ráðgjafann voru honum dýrmæt. Þau ræddust við í síma – en hann bjó á landsbyggðinni –  og þá hittust þau einnig á Selfossi og ráðgjafinn reyndi alltaf að koma til móts við þarfir hans.“

Vert er að geta þess að Krabbameinsfélagið hefur að undanförnu reynt að ná til fleiri krabbameinsgreindra karla; þeir virðast síður sækja í ráðgjöf en konur.

Ástæðurnar eru ekki á hreinu, en systurnar leggja áherslu á að það sé ekkert sem eigi að koma í veg fyrir að karlar leiti sér aðstoðar; það hafi svo sannarlega skipt föður þeirra máli.

- Auglýsing -

„Ráðgjafarþjónustan reyndist okkur öllum vel, karlar eins og allir aðrir ættu endilega að nýta sér þessa þjónustu. Það myndi enginn sjá eftir því,“ segir Sara.

Heimild: krabb.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -