Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Bergsveinn og Fríða tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tvö íslensk verk eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Það eru skáldsagan Lifandilífslækur eftir Bergsvein Birgisson, gefin út af Bjarti árið 2018, og smásagnasafnið Kláði eftir Fríðu Ísberg, gefið út hjá Partusi árið 2018.

Íslensku dómnefndina skipuðu Kristján Jóhann Jónsson, Kolbrún Bergþórsdóttir og Sunna Dís Másdóttir.

Í rökstuðningi dómnefndar um bók Bergsveins segir meðal annars: „Eins og fyrri verk Bergsveins sýna hefur hann meistaraleg tök á hinni sögulegu skáldsögu. Við bætist yfirgripsmikil þekking hans á söguefni og sögusviði. Það er makalaust að sagan Lifandilífslækur skuli í senn geta verið svo trú tíma sínum og rúmi í norrænni sögu en jafnframt svo beinskeytt í tilvísun sinni til nútímans.“

Um verk Fríðu sagði dómnefn meðal annars: „Sagnasafnið Kláði eftir Fríðu Ísberg er fallegt dæmi um þá vorvinda sem borist geta með ungum höfundum inn í bókmenntirnar. Sögumaður horfir með nýjum augum á gömul viðfangsefni sem í frásögnunum verða á margan hátt önnur en þau voru. Endurnýjanir og breytingar eru meðal helstu lífsskilyrða bókmenntanna og stundum gerast þær með því móti að inn á sviðið stígur nýtt fólk sem lítur viðfangsefnin öðrum augum en við eigum að venjast. Frásagnarhátturinn er bæði raunsæilegur og módernískur.“

Alls eru þrettán verk tilnefnd til verðlaunanna í ár, nánari upplýsingar um þau má finna hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -