Bergþór Pálsson söngvari á mynd dagsins sem hann birti í færslu á Facebook. Þar má finna mynd af plasttjaldi sem komið hefur verið upp milli kennara og nemenda í Söngskóla Sigurðar Dementz.
„Dropasmitsvörn milli kennara og nemenda er uppfinning Gunnars Guðbjörnssonar í Söngskóla Sigurðar Demetz og hefur komið að góðum notum í kófinu. Fyrirbærið fékk fljótt það skemmtilega vinnuheiti „frusstjald“. Til okkar komu þessir vösku og elskulegu vinir okkar, Sveinn og Kent, og útfærðu „frusstjaldið“ á snilldarlegan hátt í blásara- og söngstofur. Blásarar og söngnemendur geta ekki auðveldlega spilað og sungið með grímu og þetta var því nauðsynleg aðgerð miðað við hertu reglurnar í skólanum okkar. Takk strákar!,“ segir Bergþór.